Nýjasta nýtt - 29.10.2018 10:10:00

Rafrænar kosningar spara tugi milljóna hjá ASÍ

Rafrænt kosningakerfi sem ASÍ hefur þróað í samvinnu við Advania hefur sparað tugi milljóna króna og stóraukið lýðræðið innan sambandsins.

Rafrænt kosningakerfi sem ASÍ hefur þróað í samvinnu við Advania hefur sparað tugi milljóna króna og stóraukið lýðræðið innan sambandsins.

„Rafræna kerfið leysir meðal annars af hólmi dýrar bréfsendingar með kjörseðlum og umslögum sem áður voru sendar til félagsmanna. Allt umstang við sjálfar kosningarnar verður miklu ódýrara og einfaldara. Það er ekkert launungamál að þetta rafræna kosningakerfi hefur sparað sambandinu tugi milljóna króna. Það er þróað til að standast ýtrustu kröfur um leynd og persónuvernd. Við erum mjög sátt við framkvæmdina,“ segir Magnús M. Norðdahl deildastjóri lögfræðideildar ASÍ.

Fleiri hafa notað kosningakerfið sem upprunalega var þróað með ASÍ, meðal annars VR, Þjóðkirkjan, Sjómannafélagið, lífeyrissjóðir, Flugvirkjafélag Íslands og Neytendasamtökin. Fjölmennustu kosningarnar sem hafa verið framkvæmdar með rafræna kerfinu var kosning um Salek-samkomulagið þar sem 80 þúsund voru á kjörskrá. Í stjórnarkjöri VR voru um 30 þúsund á kjörskrá.

Rafræn kosning hefur þann augljósa kost að styrkja lýðræðið þar sem fleiri eiga þess kost að greiða atkvæði rafrænt en að mæta á kjörstað. „Þegar kosningaframkvæmdin verður svona einföld er hægt að halda fleiri kosningar og bera fleiri mál undir þá sem eru á kjörskrá. Búseta er engin hindrun í rarfænum kosningum og þær geta staðið yfir í lengri tíma en kjörstaðir geta yfirleitt verið opinir. Kosningakerfið eykur öryggi í kosningum þar sem atkvæðum eru dulkóðuð og talning er nákvæmari og tekur styttri tíma,“ segir Sigurður Másson deildarstjóri hugbúnaðalausna Advania.


Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.