31.03.2020

Sprenging í rafrænum undirritunum

Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.

Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.

Gríðarleg aukning hefur orðið á því á síðustu dögum að fyrirtæki nýti sér rafrænu undirskriftarlausnina Signet. „Það sem af er þessu ári, hafa jafn margir nýtt sér rafrænar undirritanir og á öllu árinu í fyrra. Það hefur orðið margföldun í notkun þessarar lausnar,“ segir Sigurður Másson deildarstjóri hjá Advania.

Meðal þeirra sem tekið hafa rafrænar undirskriftir í notkun á síðustu dögum eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir, lögmannsstofur og ýmiskonar stofnanir í heilbrigðisþjónustu.

Lausnin gerir það að verkum að hægt er að undirrita skjöl svo sem umsóknir, eyðublöð og samninga, með rafrænum hætti. Þannig hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir haldið þjónustu sinni gangandi á liðnum dögum án þess að taka á móti fólki í húsakynnum sínum.

Signet er hönnuð er af öryggissérfræðingum Advania og geta notendur treyst því að aðeins undirritendur fái aðgang að skjölunum. Lausnin gefur færi á að senda skjöl á milli staða, með öruggum og rekjanlegum hætti án þess að þau séu vistuð miðlægt eða í pósthólfi.

Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum og öll samskipti eru dulkóðuð. Undirritanir í Signet eru með vottaðri tímasetningu og því þarf fólk ekki að votta skjölin eins og tíðkast hefur lengi.

„Það sparar fólki sporin að leysa málin með rafrænum hætti. Þannig sparast pappír, ferðalög og tími og þar með heilmiklir fjármunir. Það léttir byrgðir borgarans að þurfa ekki að sendast á milli staða. Hann fær í raun miklu betri þjónustu þegar hann fær úrlausn sinna mála með svona einföldum og rafrænum hætti,“ segir Sigurður.


Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.