31.03.2020

Sprenging í rafrænum undirritunum

Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.

Eftir að samkomubann var sett á og fólk fór í stórum stíl að vinna heima, hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið í notkun rafrænar undirskriftir. Þannig hefur fjöldi mála verið afgreiddur án þess að fyrirtæki og stofnanir fái viðskiptavini í hús til sín.

Gríðarleg aukning hefur orðið á því á síðustu dögum að fyrirtæki nýti sér rafrænu undirskriftarlausnina Signet. „Það sem af er þessu ári, hafa jafn margir nýtt sér rafrænar undirritanir og á öllu árinu í fyrra. Það hefur orðið margföldun í notkun þessarar lausnar,“ segir Sigurður Másson deildarstjóri hjá Advania.

Meðal þeirra sem tekið hafa rafrænar undirskriftir í notkun á síðustu dögum eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir, lögmannsstofur og ýmiskonar stofnanir í heilbrigðisþjónustu.

Lausnin gerir það að verkum að hægt er að undirrita skjöl svo sem umsóknir, eyðublöð og samninga, með rafrænum hætti. Þannig hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir haldið þjónustu sinni gangandi á liðnum dögum án þess að taka á móti fólki í húsakynnum sínum.

Signet er hönnuð er af öryggissérfræðingum Advania og geta notendur treyst því að aðeins undirritendur fái aðgang að skjölunum. Lausnin gefur færi á að senda skjöl á milli staða, með öruggum og rekjanlegum hætti án þess að þau séu vistuð miðlægt eða í pósthólfi.

Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum og öll samskipti eru dulkóðuð. Undirritanir í Signet eru með vottaðri tímasetningu og því þarf fólk ekki að votta skjölin eins og tíðkast hefur lengi.

„Það sparar fólki sporin að leysa málin með rafrænum hætti. Þannig sparast pappír, ferðalög og tími og þar með heilmiklir fjármunir. Það léttir byrgðir borgarans að þurfa ekki að sendast á milli staða. Hann fær í raun miklu betri þjónustu þegar hann fær úrlausn sinna mála með svona einföldum og rafrænum hætti,“ segir Sigurður.


Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.