Nýjasta nýtt - 1.7.2015 16:38:00

Reykjavíkurborg prófar frístundarkerfi Advania

Kerfið býður upp á mikla hagræðingu fyrir starfsfólk borgarinnar.

Reykjavíkurborg hefur fengið afhenta til prófunar Völu Frístund, sem heldur utan um allt sem tengist frístundastarfi Reykjavíkurborgar. Verkefnið var umfangsmikið eins og gefur að skilja, enda er frístundastarf borgarinnar af ýmsum toga.

Kerfið kemur til með að auka sjálfvirkni og einfalda stjórnun upplýsinga sem starfsmenn vilja sjá. Í því er aðgangsstýring sem þýðir að hægt er að vinna nær allar aðgerðir þvert á starfsemina eða niður á einstaka rekstrarþætti. Kerfið heldur meðal annars utan um alla umsýslu, umsóknarferli, daglegar vinnslur, reikningagerð og tölfræði sem tengist frístundastarfi. 

Viðtökuprófunum mun ljúka 1. júlí og stefnt er að því að fyrsti hluti kerfisins verði tekinn til notkunar þann 1. ágúst næstkomandi. Búist er við að síðari hluti verkefnisins verði afhentur í lok árs. Vala Frístund er forrituð í Angular JS af starfsmönnum skólalausna hjá Advania og viðmótið er hannað af starfsmönnum veflausna. 

„Advania státar af mikilli reynslu í sérsmíði lausna og við leggjum mikla áherslu á að útfæra þær í nánu samráði við viðskiptavini. Samstarfið við Reykjavíkurborg hefur verið gott og við hlökkum til að halda því áfram á meðan við ljúkum við smíði kerfisins“, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. 

 


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.