Nýjasta nýtt - 29.1.2019 20:19:00

Ríkari áhersla á sjálfbærni

Advania hefur undirritað hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum. Allar starfstöðvar Advania samstæðunnar skuldbinda sig nú til þess að lúta samkomulaginu um aukna samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

Advania hefur undirritað hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum. Allar starfstöðvar Advania samstæðunnar skuldbinda sig nú til þess að lúta samkomulaginu um aukna samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. 

Við erum stolt af aðild okkar að þessu samkomulagi sem felur í sér einarða skuldbindingu Advania samstæðunnar hvað varðar sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Í samkomulaginu eru skýr ákvæði sem þarf að uppfylla svo fyrirtæki teljist samfélagslega ábyrg þegar kemur að mannréttindum, réttindum launþega, umhverfismálum og aðgerðaráætlunum gegn spillingu,“ segir Sesselía Birgisdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Advania á Íslandi.

Advania hefur talsverða reynslu af því að starfa í sátt við samkomulag Sameinuðu þjóðanna. Starfstöð fyrirtækisins í Svíþjóð hefur undanfarin ár byggt sjálfbærnistefnu sína tíu meginreglum samkomulagsins, og gefið út sjálfbærniskýrslu í samræmi við leiðbeiningar Global Reporting Initiative (GRI). Öll fyrirtæki Advania samstæðunnar munu nú í sameiningu gefa út sjálfbærniskýrslu árlega og styðja fjárhagslega við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði.

Aðild okkar að samkomulaginu sýnir þann ásetning sem framkvæmdastjórn Advania hefur. Við munum beita okkur fyrir gagnsæi í upplýsingagjöf þegar kemur að sjálfbærni og marka okkur skýra stefnu um mannréttindi og umhverfismál,” segir Sesselía.

Um hnattrænt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum
Aðildarfélög samkomulagsins skuldbinda sig til að tileinka sér ákveðna verklagsreglur við stefnumótunarvinnu, sköpun vinnustaðamenningar og í daglegum rekstri. Í dag eru aðildarfélög 9.933 talsins, í 160 löndum. Þessu átaki er ætlað að fá fleiri fyrirtæki til að innleiða og gefa upplýsingar um sjálfbærnimarkmið sem stuðla að sanngjörnum og stöðugum markaði sem mun á endanum leiða til árangursríkara og stöðugra samfélags. Lestu meira um samkomulagið hér. 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.