Nýjasta nýtt - 28.10.2015 14:56:00

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Advania á Tölvumiðlun

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup Advania á Tölvumiðlun, en kaupin voru tilkynnt til eftirlitsins um miðjan ágúst á þessu ári. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að kaupin muni ekki hafa afgerandi áhrif á samkeppni á þessum markaði og að sameiginleg markaðshlutdeild fyrirtækjanna bendi ekki til þess að til verði markaðsráðandi staða.


Tölvumiðlun er með elstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins, sem þróar og selur viðskiptahugbúnað til fyrirtækja, þ.e. fjárhags- og mannauðskerfi.  en fyrirtækið á 30 farsæl ár að baki. Félagið mun tilheyra að mestu launa- og mannauðslausnum eftir sameiningu.  

„Við erum að vonum gríðarlega ánægð með þessa niðurstöðu. Frá því að gengið var frá kaupunum í sumar hafa stjórnendur Advania og eigendur Tölvumiðlunar unnið heilmikla undirbúningsvinnu við að skilgreina og skipuleggja hvernig samþætta eigi starfsemi fyrirtækjanna. Markmið Advania verður að bjóða íslensku atvinnulífi framúrskarandi og nútímalegar mannauðslausnir og sem fyrr munum við leggja mikla áherslu á þjónustu og ráðgjöf í þessum málum til okkar viðskiptavina“, segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.