Nýjasta nýtt - 25.9.2019 11:17:00

Samstarf um ábyrga viðskiptahætti

Öll Advania-félögin eru orðin meðlimir í samtökunum Responsible Business Alliance til að verða sjálfbærari og umhverfisvænni fyrirtæki. Aðildarfélög beita sér í sameiningu gegn mannréttindabrotum og óumhverfisvænum starfsháttum.

Öll Advania-félögin eru orðin meðlimir í samtökunum Responsible Business Alliance til að verða sjálfbærari og umhverfisvænni fyrirtæki. Aðildarfélög beita sér í sameiningu gegn mannréttindabrotum og óumhverfisvænum starfsháttum. 

Advania hefur unnið í því á undanförnum misserum að verða umhverfisvænna og sjálfbærara fyrirtæki. Stærstu skrefin hafa verið stigin á þessu ári og er skýr stefna leiðarljósið í vinnunni.

Hluti vinnunnar snýr að vitund, hegðun og umgengni okkar sem starfsmenn. Til að mynda höfum við lagt okkur fram við að minnka plastnotkun og einnota umbúðir, auka áherslu á umhverfisvænar samgöngur og fjölmargt fleira. Sífellt má gera betur í þeim efnum.

Advania sem félag getur líka lagt mikið af mörkum til að betrumbæta aðfangakeðju sína. Fyrirtækið á í viðskiptum við hundruði birgja og þjónustuaðila sem aftur eiga í viðskiptum við enn fleiri birgja. Advania hefur eftir fremsta megni reynt að velja sér samstarfsaðila að kostgæfni og fylgjast með sínum birgjum með það fyrir augum að versla ekki við þá sem brjóta á mannréttindum eða valda umhverfinu skaða.

Slík eftirgrennslan getur hins vegar reynst flókin og erfið enda oft um stór alþjóðleg fyrirtæki að ræða. Þess vegna er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að öll Advania-félögin eru nú orðin meðlimir í samtökum sem nefnast Responsible Business Alliance.
Samtökin veita aðildarfélögum tæki og tól til að meta sína birgja, koma auga á áhættuþætti og framkvæma úttektir á þeirra starfsemi til að tryggja að þeir uppfylli kröfur samtakanna. Hluti stærstu birgja Advania eru ýmist orðnir meðlimir eða stefna á það. Þannig geta fyrirtækin í sameiningu beitt sér til að uppræta mannréttindabrot og óumhverfisvæna starfshætti.

Við hjá Advania erum afar spennt að vinna áfram með þetta verkefni. Í fyrra gerðist Advania aðili að hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna um siðferði og ábyrgð í viðskiptum. Aðildarfélög samkomulagsins skuldbinda sig til að tileinka sér ákveðnar verklagsreglur í daglegum rekstri og við stefnumótun og sköpun vinnustaðamenningar. Allar starfstöðvar Advania skuldbinda sig til þess að lúta samkomulaginu um aukna samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.