Nýjasta nýtt - 4.2.2016 12:31:00

Samstarf um markvissara og verðmætara nám

Advania og NTV skólinn hafa ákveðið að fara í samstarf um nám í kerfisstjórnun og forritun við skólann

Sigrún Ósk Jakobsdóttir sérfræðingur á mannauðssviði Advania, Hermann Jónsson fræðslustjóri Advania, Skúli Gunnsteinsson framkvæmdastjóri og skólastjóri NTV, Finnbjörn Þorvaldsson brautarstjóri tæknináms hjá NTV. 


Advania og NTV skólinn hafa ákveðið að fara í samstarf um nám í kerfisstjórnun og forritun við skólann. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð og munu Advania og NTV taka höndum saman með það að markmiði að efla námsframboð á tæknisviði skólans og auka áhuga fólks á störfum sem sviðinu tengjast.

"Þróun á sviði upplýsingatækni er ör og það er alltaf þörf á góðu fólki sem býr að hagnýtri menntun á sviði forritunar og kerfis- og netumsjónar“ segir Hermann Jónsson, fræðslustjóri hjá Advania. „Við hlökkum til að leggja okkar af mörkum við að gera gott nám enn betra og það yrði ánægjulegt að sjá samstarfið leiða til þess að framúrskarandi nemendur fengju tækifæri til að komast að í starfsþjálfun hjá okkur.“

„Við hjá NTV fögnum þessu og það er ljóst þarna styrkjum við sérstöðu skólans, sem er öflugt samstarf við leiðandi fyrirtæki í atvinnulífinu“ segir Skúli Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri og skólastjóri NTV. „Íslensk þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki verða ekki mikið öflugri en Advania og með samstarfinu vonumst við til að gera námið enn markvissara og verðmætara fyrir okkar nemendur.“

 

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.