Blogg - 29.2.2016 12:57:00

Akademia fyrir tæknistelpur

Uppbygging á tækniakademíu fyrir stelpur er eitt af meginmarkmiðum samstarfs Advania og Skema.

Uppbygging á tækniakademíu fyrir stelpur er eitt af meginmarkmiðum samstarfssamnings milli Advania og menntunar- og tölvuþróunarfyrirtækisins Skema sem undirritaður var á dögunum. Tilgangur akademíunnar er að vekja áhuga stúlkna á forritun og hvetja þær til frekara náms í tölvunarfræðum. 

Tæknilæsi er lykill að framtíðinni

Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni, tæknilæsi og þekkingu. Í dag er þjóðfélagið háð tæknimenntuðu fólki til að hægt sé að nýta tæknina eins mikið og mögulegt er.  Mikil eftirspurn er á markaði eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki og þá sérstaklega konum og þessu fólki standa fjölbreytt tækifæri í boði.  Við þurfum að byrja strax að að þjálfa upp næstu kynslóð og efla tölvufærni í þágu þverfaglegrar hæfni í framtíðinni.  Við þurfum að læra að vinna með tölvuna en ekki bara vinna á hana – líkt og við þurfum að læra að skrifa jafnt sem lesa.  Það þarf því að gera umbætur í kennslustarfi í takt við tækni- og þjóðfélagslegar breytingar og koma kennslu í forritun inn í almenna kennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.    

Ísold Birta (3ja ára) segir okkur aðeins frá mikilvægi forritunar


Aðgerðir stjórnvalda

Aðeins 2,68% tíma barnanna okkar eyrnamerkt í Upplýsinga- og tæknimennt í grunnskólum landsins samkvæmt Aðalnámsskrá (!) 

Markvissari aðgerðir

Með því að hefjast handa snemma og helst fyrir unglingsárin þá fá bæði kynin tækifæri til að sjá möguleikana sem tækning getur boðið þeim upp á.  Þau geta farið úr því að vera hinn hefðbundni neytandi yfir í að skapa sín eigin forrit.  Það er í kringum unglingsárin sem við festum í sessi stereótýpur.  Flestir verða hræddir við tækni og forritun því að umhverfið segir okkur að aðeins nördar geti lært að forrita og að það sé ótrúlega erfitt og þá sérstaklega fyrir stelpur.  Ef börn fá snemma að kynnast forritun á jákvæðan hátt mun tæknin horfa allt öðruvísi við þeim og mörg hver vilja læra meira og byrja jafnvel að móta framtíðina í átt að tækninámi.

Forritun og sjálfsmyndarvinna

Reynslan hefur sýnt að forritunarkennsla eflir markvisst sjálfstraust stelpna og að stúlkur sem hafa lært forritun nota kunnáttuna á annan hátt en drengir. Stelpur á aldrinum 10-13 ára eru móttækilegar fyrir sjálfsmyndarvinnu og með markvissri kennslu má efla sjálfsmynd þeirra svo um munar. Sjálfsmynd stelpna hrakar mjög á unglingsárunum (sérstaklega eftir 13 ára aldur) og er því mikilvægt að styrkja stoðirnar áður en unglingsárin skella á.

Stefanía (8 ára) og Óli Stef segja okkur aðeins frá tækninni

Í Tæknistelpu-Akademíu Skema er farið yfir forritun og tækni samþætt sjálfsmyndarvinnu og eru einkunnarorð akademíunnar skemmtun, samstaða og styrkur. Markmið Akademíunnar er að útskrifa tæknistelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd.

"Dóttur minni finnst þetta skemmtilegasta fagið í skólanum þessa önnina og segist ætla að verða forritari þegar hún verður stór. Það segir allt sem segja þarf. Ég er mjög ánægð með þetta framtak og vona að forritun verði kennd öllum grunnskólanemendum í framtíðinni."

Móðir 10 ára stelpu

 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.