Fréttir - 25.3.2021 11:04:00

Spjallmennið Sóley aðstoðar Ferðamálastofu

Spjallmennið Sóley hefur tekið til starfa hjá Ferðamálstofu og getur liðsinnt fólki um flest það sem varðar þjónustu stofnunarinnar. Sóley stendur vaktina allan sólarhringinn og býr yfir leiðandi tækni í málgreiningu.

Spjallmennið Sóley hefur tekið til starfa hjá Ferðamálstofu og getur liðsinnt fólki um flest það sem varðar þjónustu stofnunarinnar. Sóley stendur vaktina allan sólarhringinn og býr yfir leiðandi tækni í málgreiningu.

Advania aðstoðaði Ferðamálastofu við innleiðingu á spjallmenninu en það getur svarað fjölmörgum spurningum um þjónustu Ferðamálastofu. Innleiðing Sóleyjar er liður í áherslu Ferðamálastofu á sjálfvirkni og bætta stafræna þjónustu. Til að spjalla við hana má smella á spjallgluggann neðst í hægra horni á vef Ferðamálstofu.

Spjallmennið byggir á lausn frá norska fyrirtækinu boost.ai sem er samstarfsaðili Advania á Íslandi. Lausnin er þaulreynd af fyrirtækjum víða um heim.

Spjallmennið leitast eftir að halda uppi sem eðlilegustu samtali við viðskiptavini en tæknin byggir á samspili fyrirfram skráðra svara og gervigreindar. Boost.ai býr yfir leiðandi tækni í málgreiningu og hefur tekið af skarið í að sníða lausn sem skilur íslensku.
Fleiri fyrirtæki og stofnanir á Íslandi nýta sér spjallmennatækni boost.ai til að veita betri þjónustu. Meðal þeirra eru Íslandsbanki, Vinnumálastofnun, Stafrænt Ísland og Menntasjóður námsmanna.

Advania aðstoðar fyrirtæki við útfærslu á spjallmennum og innleiðingu lausnarinnar og hefur á sínum snærum öflugt teymi sérfræðinga í gervigreind.


Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.