Nýjasta nýtt - 8.1.2016 13:27:00

Stærsta ár Advania hvað varðar fræðslu á sviði upplýsingatækni

Á nýliðnu ári nutu þúsundir Íslendinga fræðslu á sviði upplýsingatækni á viðburðum og í gegnum vefinn hjá Advania.

Helstu atriði:

  • 1.100 manns sóttu Haustráðstefnu Advania á árinu 2015
  • 24 morgunverðarfundir haldnir og voru gestir nokkur þúsund 
  • 46 bloggfærslur gefnar út og lesnar af rúmlega 25 þúsund manns
  • Um 100 myndbönd gefin út og birt á vefnum                 
Óhætt er að segja að nýliðið ár hafi verið stærsta ár Advania hvað varðar þekkingarmiðlun á sviði upplýsingatækni og á nýliðnu ári nutu þúsundir Íslendinga fræðslu á þessu sviði á viðburðum og í gegnum vefinn. „Okkar meginhlutverk er að aðstoða viðskiptavini okkar við að ná betri árangri með snjallri notkun á upplýsingatækni. Þess vegna höfum við ávallt lagt mikla áherslu á þennan þátt í starfsemi okkar“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Fjölmennasta Haustráðstefna frá upphafi

Þann 4. september síðastliðinn hélt Advania sína 21. og fjölmennustu Haustráðstefnu til þessa en hana sóttu um 1.100 stjórnendur og sérfræðingar úr atvinnulífinu. Á ráðstefnunni bar hæst geimferðir til fjarlægra hnatta, gervifætur sem stýra má með hugarorku, sjálfkeyrandi bílar, tölvur sem læra og frumkvöðlastarf margskonar.
 

Advania bloggið í sókn

Á árinu birtust 46 færslur á Advania blogginu, sem voru lesnar af rúmlega 25 þúsund manns. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað bloggið okkar á dyggan lesendahóp, enda reynum við þar að fanga tíðarandann, og tjá okkur um það sem er efst á baugi hverju sinni í samfélaginu.“ segir Ægir. 

Morgunverðarfundir aðra hverja viku

Á árinu 2015 stóð Advania fyrir 24 morgunverðarfundum þar sem þúsundir manna sóttu sér fróðleik um málefni tengd upplýsingatækni. Mest sótti fundurinn á árinu var haldinn í desemberbyrjun en á honum voru um 300 manns sem hlýddu á erindi um þjónustu og hvaða hlutverk upplýsingatæknin leikur þar.  Á Youtube rás Advania er hægt að finna upptökur frá viðburðum Advania auk viðtala og annars fræðsluefnis. Rúmlega 100 myndbönd voru gefin þar út á árinu 2015. „Okkur finnst fátt skemmtilegra en að fá okkar viðskiptavini í heimsókn og ræða við þá um stefnur og strauma í upplýsingatækni, enda höldum við slíka fundi að jafnaði á tveggja vikna fresti“ segir Ægir Már.
 

Hraðar breytingar

Að sögn Ægis Más mun upplýsingatæknin gjörbreyta heiminum á næstu árum. „Það má velta fyrir sér ályktun atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna sem nefnir að 65% af börnum á grunnskólaaldri í dag muni starfa við störf sem ekki hafa verið fundin upp í dag Það setur tóninn fyrir það sem koma skal,“  segir hann að síðustu. 
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.