Nýjasta nýtt - 13.3.2019 16:37:00

Störfin sem skapast á Íslandi

Mun sjálfvirknivæðingin útrýma fleiri störfum en hún skapar? Þetta var rætt á morgunvakt Rásar 1 í morgun þar sem Ægir Már Þórisson forstjóri Advania sagði það líklegt að tækniframfarirnar skapi fleiri störf en þær útrýma.

Mun sjálfvirknivæðingin útrýma fleiri störfum en hún skapar? Þetta var rætt á morgunvakt Rásar 1 í morgun þar sem Ægir Már Þórisson forstjóri Advania sagði það líklegt að tækniframfarirnar skapi fleiri störf en þær útrýma.

Rætt var um nýja skýrslu forsætisráðuneytisins um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna og hverjar afleiðingar hinna miklu sjálfvirknivæðingar verði á íslenskt atvinnulíf. Meðal þess sem fram kemur í greiningarvinnu skýrsluhöfunda er að um 86% starfa hverfi eða breytist verulega á næstu árum. Aðeins 14% starfa haldist óbreytt.

Ægir benti á að í umræðunni væri meira gert úr ógnunum og þeim störfum sem eru að hverfa en tækifærunum sem felast í breytingunum og störfunum sem eiga eftir að verða til. Til dæmis sé það ályktun í skýrslu McKenzie; Jobs lost, jobs gained frá árslokum 2017 að fjölmargar breytur gefi til kynna að störfin sem verði til, verði fleiri en þau sem tapist. Að jafnvel þó sjálfvirknivæðing geti útrýmt um 73 milljón starfa í Bandaríkjunum fyrir árið 2030 muni mannfjöldaaukning, hækkandi meðalaldur, meiri neysla, aukin framleiðslugeta og uppgangur fjármálakerfisins leiða til þess að atvinnulífið stækki og störfum fjölgi.

Í spjallinu voru tekin dæmi af sjálfvirknivæðingu sem Advania hefur leitt í íslensku samfélagi svo sem að setja upp sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslunum. Þegar tilkynnt var um það fyrir ári síðan að Krónan ætlaði að bjóða uppá sjálfsafgreiðslu sem valkost í verslunum sínum, voru fyrstu spurningar: hvað verður um afgreiðslustörfin?

 Ferlið hófst með einni verslun og var fyrirhugað að stíga varlega inn í þessar miklu breytingar. Viðtökurnar voru hinsvegar svo góðar að Krónan fór hraðar í ferlið en upphaflega stóð til. Síðan þá hafa allar stærstu matvöruverslunarkeðjur landsins ákveðið að bjóða sjálfsafgreiðslu sem valkost.

Nú ári síðar velur helmingur viðskiptavina sjálfsagreiðslu en samt hefur enginn starfsmaður misst vinnuna hjá Krónunni. Starfið í verslunum hefur breyst og þeir sem áður sinntu afgreiðslu geta varið meiri tíma í að hlúa að versluninni og veita viðskiptavinum þjónustu.

Afgreiðslustarfið sjálft hafði ekki þróast eða breyst í áraraðir en nú eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á verslunarháttum. Það er varhugavert að hræðast þær alfarið, að mati Ægis.

Hér má hlusta á viðtalið við Ægi, spjallið hefst á 37.40 mín. 

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.