21.02.2020

Straumar og stefnur í vefhönnun 2020

Það má vægast sagt búast við áhugaverðu ári í vefhönnun. Nú stöndum við á tímamótum þar sem tækni er í stöðugri þróun og vefsíður verða sífellt notendavænni og hraðvirkari. Kröfur notenda til vefsíðna eru einnig orðnar meiri en áður fyrr.

Það má vægast sagt búast við áhugaverðu ári í vefhönnun. Nú stöndum við á tímamótum þar sem tækni er í stöðugri þróun og vefsíður verða sífellt notendavænni og hraðvirkari. Kröfur notenda til vefsíðna eru einnig orðnar meiri en áður fyrr.

Pétur Örn Pétursson, grafískur hönnuður hjá Advania, skrifar: 

1. Raddnotendaviðmót

Það sem hefur breyst á síðustu árum í viðmóti er raddnotendatækni. Hugbúnaðarfyrirtæki á borð við Apple og Google hafa varið háum fjárhæðum í að þróa þessa tækni og í dag er talið að yfir 40 milljón heimila nýti sér hana. Í hvaða formi er þessi tækni notuð? Helsta birtingarmyndin er Siri, Apple iOS og HomePods eins og Google Home.

Þróunin bendir til þess að þessi tækni verði notuð í auknum mæli á vefsíðum og gjörbylti því hvernig við leitum að upplýsingum á vefnum árið 2020.

Hlutirnir hafa farið hægt og bítandi af stað en vinsældir raddstýringa eru loksins komnar á fullt skrið. Eftirfarandi tölfræði sýnir hvernig og af hverju raddstýringin er ein mikilvægasta stefnan í vefhönnun:

  • Búist er við að raddstýringar verði 40 milljarða dala virði fyrir árið 2022.
    Sjá heimild

  • Á þriðja ársfjórðungi árið 2018 jókst sala á snjallhátölurum um næstum 200%.
    Sjá heimild

  • Búist er við því að 55% heimila verði með snjallhátalara fyrir árið 2022.
    Sjá heimild

  • 65% af markhópnum 25-49 ára talar við snjalltæki sem bjóða upp á raddstýringu.
    Sjá heimild

  • 61% af markhópnum 25-64 ára segist ætla nýta sér þessa tækni í auknum mæli í framtíðinni.
    Sjá heimild


    2. Meiri fókus á símtæki en áður fyrr

    Árið 2016 mældist umferð frá snjallsímum í fyrsta sinn meiri en frá borðtölvum. Árið 2017 var farsímanotkun alls 52% af allri umferð um internetið og á næsta ári er talið að um 63% allra farsímanotenda kjósi að skoða vefsíður í gegnum snjallsíma fremur en borðtölvu.

    Að því sögðu hefur aldrei verið eins mikilvægt að hanna vefsíður fyrir minni tæki, þar sem fólkið er.


    3. Litríkar vefsíður og einfaldleiki

    Eftir því sem fleiri vörumerki leitast við að skera sig úr í samskeppni á netinu munu fleiri fyrirtæki taka upp djarfa og bjarta liti. Það getur haft jákvæð áhrif á sum fyrirtæki þar sem margir litir grípa athygli notenda og kalla á það sem mestu máli skiptir.

    Hugbúnaður er sífellt að verða betri og hærri upplausnir á skjáum lesa betur úr flóknum litrófum. Þar af leiðandi geta hönnuðir leyft sér að setja fram djarfara myndefni og skapa skemmtilega upplifun fyrir notendur.


    4. Hreyfimyndir og myndræn skilaboð

    Árið 2017 sáum við mikla aukningu í sjálfspilandi myndböndum á vefsíðum. Í flestum tilvikum hafa þau blendin áhrif á vefsíður, mesta höggið er að vefsíður verða þyngri fyrir vikið og eru lengur að hlaða gögnum. Þá aukast líkurnar verulega á því að notendur yfirgefi síðurnar og fyrirtæki missa hugsanlega viðskiptavini.

    Á sama tíma er hreyfigrafík vinsæl birtingamynd á vefnum og hefur á síðustu árum færst í aukana. Helsta ástæðan er sú að slíkar hreyfimyndir hafa ekki eins dramatísk áhrif á birtingartíma og þegar þær eru vel útfærðar geta þær bæði gefið heildarvörumerkinu upplyftingu og hjálpað að útskýra flókið meginmál. Þannig bæta þær notendaupplifun til muna.


    5. Chatbots / Spjallbox

    Eftir því sem gervigreind verður stærri þáttur í tilveru okkar munu vefsíður hýsa spjallbox sem geta gert meira en að svara almennum spurningum og taka á móti ábendingum. Nýleg markaðsrannsókn sýndi fram á að fyrirtæki sem þróa spjallbox munu velta meira en 1,23 billjónum dollara þegar við færumst nær árinu 2025.


    6. Handgerðar myndskreytingar

    Eftir því sem fleiri vefstjórar gera sér grein fyrir því að vefsíður standa fyrir meira en helstu upplýsingar fyrirtækja, er gert ráð fyrir að handteiknaðar myndskreytingar verði meira áberandi á vefsíðum og skapi með því móti sérstöðu á internetinu eins og við þekkjum það í dag.

    Þessi stefna í vefhönnun kemur í kjölfarið af tveimur öðrum trendum þ.e feitleitraðar leturtýpur og sérsniðnar myndskreytingar. En í ljósi fágunar og tækniframfara flestra stefna í vefhönnun árið 2020, hver er þá ávinningurinn af handgerðum myndskreytingum? Af hverju er ekki nóg að styðjast við hágæða myndefni og ljósmyndir í samblandi við töfrandi vefsíðugerð?

    Stutta svarið, teikningar eru bæði heillandi og mannlegar.

    Hægt er að nýta handgerðar myndskreytingar til að stuðla að betri skilningi fólks á viðfangsefnum. Ef útkoman heppnast vel verður vefsíðan með enn sterkara kennileiti og sker sig betur úr þeim hafsjó af vefsíðum sem eru á internetinu í dag.

    Margir spekingar tala um að vefsíðugerð nú til dags sé orðin of fullkomin. Þá er átt við að hönnun sé orðin of línulöguð og nákvæm að notendur upplifi að hún hafi verið hönnuð af vél en ekki af manneskju. En um leið og handgerðar myndskreytingar blandast saman við áðurnefnd atriði þá brýtur það upp allan stífleika og myndar meira jafnvægi á síðunni.

    Þessi ört vaxandi tækni sem er í kringum okkur mun hafa mikil áhrif á vefiðnaðinn og verður fróðlegt að sjá hvernig vefhönnuðir bregðast við breyttu landslagi í vefhönnun og notendaviðmóti. Allt frá notendaupplifun í snjallsímum, handgerðum myndskreytingum og raddnotendaviðmótum.

    Það má því búast við að sjá vefsíður verða myndrænni, snjallari og vandaðari á nýju ári.

Efnisveita