Blogg - 5.4.2016 14:22:00

Sýndarveruleikinn er ekki bara fyrir leikina

Dell býr sig undir notkun sýndarveruleika í viðskiptalífinu.

Greiningarfyrirtækið Digi-Capital spáir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika (Virtual Reality) og viðbættan veruleika (Augmented Reality) verði upp á 120 milljarða dolla strax árið 2020. Stór hluti af þessum markaði verður á sviði afþreyingar en fyrirtæki eins og Dell sjá fyrir sér að sýndarveruleiki verði notaður í vaxandi mæli í atvinnulífinu á næstu árum. 

Sýndarveruleiki gerir miklar kröfur til tölvubúnaðar. Á Dell World ráðstefnunni sem fram fór í október síðastliðnum sýndi Dell nýjar vinnustöðvar af öflugustu gerð sem eru sérhannaðar fyrir vinnu þar sem stuðst er við sýndarveruleika. Um er að ræða afar öflugar Precision Tower vélar sem koma á markaðinn núna í byrjun aprílmánaðar. Þær eru merktar sem „VR Ready“ sem þýðir að með þeim má bæði upplifa sýndarveruleika, til dæmis í gegnum Rift sýndarveruleikagleraugun frá Oculus eða Vive frá HTC, eða búa til nýjar upplifanir fyrir þessi tæki (leiki og hugbúnað).

 

Öflugar tölvur af þessu tagi eru í raun og veru lykillinn að því að virkja sköpunargáfu þeirra sem vilja búa til lausnir fyrir sýndarveruleika. Á Dell World ráðstefnunni var sýnt hvernig verkfræðingar geta nýtt sýndarveruleika til að hanna vélar og vélasamstæður og var alveg magnað að fylgjast með því. Það var alveg ljóst af þeirri sýningu að tækifærin sem sýndarveruleiki og viðbættur veruleiki skapar eru gríðarlegar.

Dell leggur áherslu á að þrjá þætti í þróun sinni fyrir sýndarveruleika:

  • Uppfylla skilyrði um lágmarks afl örgjörva, minni og grafíkvinnslu 
  • Grafík reklar sem virka fullkomlega með sýndarveruleikalausnum
  • Uppfylli öll viðmið um frammistöðu sem framleiðendur búnaðar fyrir sýndarveruleika setja

Precision Tower vélarnar koma með með gríðarlega öflugum skjákortum og nýjum Xeon E5 V4 örgjörvum frá Intel sem geta haft allt að 22 kjarna. Vélarnar koma með allt að 4 terabæta SSD diskum og 1TB DDR4 innra minni. Vökvakælingu þarf að kæla þessar skessur niður. Samkvæmt PCWorld þurfa tölvur að hafa að minnsta kosti fjögura kjarna örflögu sem keyra á 2,5GHz til að búa til efni fyrir Oculus Rift en til að búa til efni fyrir efni fyrir HTC Vive þarf að minnsta kosti fjögurra kjarna örgjörva sem keyrir á 1,6GHz 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.