Nýjasta nýtt - 17.9.2019 11:06:00

Takk fyrir komuna!

Tæplega þúsund manns sóttu Haustráðstefnu Advania sem var haldin í 25. sinn á dögunum. Áskoranir við að tileinka sér nýja hugsun var rauður þráður í erindum fyrirlesaranna.

Tæplega þúsund manns sóttu Haustráðstefnu Advania sem var haldin í 25. sinn á dögunum.
Áskoranir við að tileinka sér nýja hugsun var rauður þráður í erindum fyrirlesaranna.

Við hjá Advania viljum þakka öllum þeim fjölmörgu gestum sem sóttu Haustráðstefnu okkar í Hörpu föstudaginn 13. september. Á ráðstefnunni komu hátt í fjörutíu fyrirlesarar fram og fjölluðu um tækifæri og áskoranir sem upplýsingatæknin færir okkur á öllum sviðum samfélagsins.

Greina mátti rauðan þráð úr helstu fyrirlestrunum. Sama hvort um var að ræða áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir í rekstri eða áskoranir sem foreldrar mæta í uppeldi barna sinna. Þegar öllu er á botnin hvolft knýr stafræna byltingin okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt.
Verklag og venjur hafa gjörbreyst með upplýsingatækninni í öllum rekstri og mörg erindanna fjölluðu um að breyta gömlum gildum. Við fengum að heyra dæmisögur úr fjármálageiranum, ferðamálageiranum, löggæslu, íþróttaheiminum og þjónustugeiranum svo eitthvað sé nefnt.
Ráðstefnan hófst á hugvekju frá norskum manni sem sagði frá uppgötvunum sem hann gerði eftir að sonur hans lést 25 ára gamall úr hrörnunarsjúkdómi. Maðurinn, Robert Steen, lýsti því hvernig sýn hans á tölvuleikjaheiminn hefði gjörbreyst eftir andlát sonarins. Fyrst eftir andlátið uppgötvaði Robert hve innihaldsríku lífi sonur hans hafði lifað. Sagan vakti upp fjölmargar spurningar um gömul og ný gildi og kynslóðabilið sem birtist svo kristaltært í deilum foreldra og barna um tölvuleikjaiðkun.

Vegna fjölmargra fyrirspurna birtum við því viðtalið aftur hér:

 Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP tók undir orð Roberts og ræddi um hvernig persónuleg tengsl virðast brothættari í dag en áður. Hann sagði frá þeim fjölmörgu vinasamböndum sem myndast hafa í tölvuleiknum Eve Online og hvernig tölvuleikir geti fært fólki aukna lífsgleði og tilgang.

Hvað á að velja og hverju á að hafna í stafrænum heimi virðist eilíf glíma sem við hjá Advania reynum á hverjum degi að aðstoða viðskiptavini okkar við að finna út úr. Hvernig nálgumst við nýjungar og þurfum við að tileinka okkur allt sem er nýtt?
Yfirskrift Haustráðstefnunnar í ár var „Þekking fyrir breytta tíma“ og vonum við að þau fjölmörgu erindi sem flutt voru í Hörpu, hafi veitt gestum okkar innblástur og aukið þekkingu þeirra.

Hér má sjá myndir af gestum og fyrirlesurum ráðstefnunnar.

Sjáumst á Haustráðstefnunni að ári.

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.