Nýjasta nýtt - 28.6.2019 13:59:00

Þarftu hjálp til að öðlast jafnlaunavottun?

Aðeins þriðjungur fyrirtækja í landinu hafa öðlast jafnlaunavottun það sem af er ári, eins kom fram í fréttum vikunnar. Hátt í 200 fyrirtæki eiga því eftir að ljúka ferlinu fyrir árslok og tvísýnt er um að það náist.

Aðeins þriðjungur fyrirtækja í landinu hafa öðlast jafnlaunavottun það sem af er ári, eins kom fram í fréttum vikunnar. Hátt í 200 fyrirtæki eiga því eftir að ljúka ferlinu fyrir árslok og tvísýnt er um að það náist.

Starfsmannafjöldi fyrirtækja segir til um hvenær fyrirtæki skulu hafa öðlast jafnlaunavottun. Fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli ber að öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019 samkvæmt lögum. Tíminn er að renna út fyrir mörg fyrirtæki en heimild er til að beita dagsektum allt að fimmtíu þúsund krónum á dag hafi þessi fyrirtæki ekki hlotið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs.

„Að sjálfsögðu er alveg mögulegt að standast jafnlaunavottun fyrir árslok. Fyrir minni fyrirtæki væri hægt að klára þetta á þremur mánuðum. En ef fyrirtæki er með fjölbreytta flóru starfa þá tekur það lengri tíma. Miðað við okkar reynslu er það alveg mögulegt. Við erum með 630 manna fyrirtæki og það er töluvert síðan við kláruðum þetta,“ sagði Ægir Már Þórisson í samtali við Fréttablaðið.

Við höfum þróað lausnir sem hjálpa þér að stíga réttu skrefin í innleiðingu og rekstri jafnlaunakerfis. Sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að hjálpa þínu fyrirtæki að standast kröfur þessarar löggjafar. Þú getur lesið meira um jafnlaunavottun og lausnirnar okkar á heimsíðu okkar. Við viljum einnig benda á þessa bloggfærslu þar sem Gunnar Örn, vörustjóri á viðskiptalausnasviði Advania, fjallar um þýðingu jafnlaunavottunar og þær kröfur sem fyrirtækjum ber að standast.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.