Blogg - 30.4.2019 15:43:00

Þjóðaratkvæðagreiðslur gætu orðið rafrænar

Rafrænt kosningakerfi sem þróað er af Advania, er vel í stakk búið til að annast þjóðaratkvæðagreiðslu. Kerfið nýttist vel í kosningum um Lífskjarasamningana og sparaði stéttarfélögum landsins tugi milljóna.

Rafrænt kosningakerfi sem þróað er af Advania, er vel í stakk búið til að annast þjóðaratkvæðagreiðslu. Kerfið nýttist vel í kosningum um Lífskjarasamningana og sparaði stéttarfélögum landsins tugi milljóna.

Rætt var um rafrænar kosningar í Morgunútvarpi Rásar 2 en þar sagði Sigurður Másson deildarstjóri Advania meðal annars frá því hvernig slíkt fyrirkomulag nýttist í nýafstöðnum kjaraviðræðum á vinnumarkaði.

Þegar loks hafði náðst sátt um kjarasamninga eftir langar og strangar samningaviðræður, voru samningarnir bornir undir félagsmenn í um 30 stéttarfélögum landsins. Það var gert með rafrænu kosningakerfi sem þróað var af öryggissérfræðingum Advania og Alþýðusambandi Íslands. Um helmingur vinnandi fólks í landinu var á kjörskrá og gat samþykkt eða hafnað samningunum. Yfirgnæfandi meirihluti samþykktu kjarasamningana.

Með rafrænum kosningum spöruðu verkalýðsfélögin sér tugi milljóna sem áður fóru í pappírskostnað, póstburðagjald kjörseðla til félagsmanna, kostnað við að halda kjörstöðum opnum og talningu atkvæða. Óhætt er að segja að með rafrænu kosningunum hafi kjaraviðræðurnar hafi gengið hraðar fyrir sig því á meðan á þeim stóð var hægt að bera flókin úrlausnarefni undir félagsmenn. Áður en samningar náðust var kosningakerfið til dæmis notað til þess að kjósa um útfærslur á fyrirhuguðum verkföllum.

Undirbúningur og framkvæmd rafrænna kosninga er einfaldari en undirbúningur fyrir hefðbundar kosningar með kjörseðla á pappír. Talningin verður nákvæmari og tekur mun styttri tíma. Kosningakerfið er þróað til að standast ýtrustu kröfur um persónuvernd og öryggi og eru atkvæðin dulkóðuð.

Að sögn Sigurðar Mássonar deildarstjóra hjá Advania, er komin þónokkur reynsla á notkun kerfisins og er það fyllilega í stakk búið til að ráða við þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál. Kerfið hefur þegar verið notað í kosningum um Salek-samkomulagið þar sem um 80 þúsund manns voru á kjörskrá. Það hefur meðal annars verið notað af VR, Neytendasamtökunum, Þjóðkirkjunni, Flugvirkjafélagi Íslands, Ríkissáttasemjara og ASÍ.

Hér má heyra umræðu Morgunútvarpsins um rafrænar kosningar. 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.