Nýjasta nýtt - 6.2.2019 16:02:00

Tímaflakk í tölfræði KSÍ

Advania hefur bætt við nýrri virkni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands sem kallast Tímaflakk. Virknin er gullkista fyrir tölfræðinörda í fótboltaheiminum.

Advania hefur bætt við nýrri virkni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands sem kallast Tímaflakk. Virknin er gullkista fyrir tölfræðinörda í fótboltaheiminum.

Gagnagrunnur KSÍ er mjög umfangsmikill og þar má meðal annars nálgast upplýsingar um fótboltaleiki frá árinu 1912. Knattspyrnusamband Íslands setti í loftið nýja heimasíðu í fyrra sem Advania smíðaði. Á henni hafði aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr gagnagrunni KSÍ verið stórbætt.

Nú hefur Advania bætt nýrri virkni inn á heimasíðu KSÍ sem kallast Tímaflakk og gerir notendum kleift að skoða stigatöflur í öllum deildum langt aftur í tímann með myndrænum hætti. Með einfaldri flettingu er hægt að sjá hvernig staðan í deildinni breytist eftir hverja umferð.
Hér getur þú skoðað tímaflakkið í karlabolta og kvennabolta.

Advania er einn af bakhjörlum KSÍ og samstarfsaðili sambandsins í upplýsingatækni. Það er okkar markmið að auðvelda úrlausn á þeim fjölmörgu flóknu tæknimálum sem Knattspyrnusambandið stendur frammi fyrir


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.