Nýjasta nýtt - 18.10.2019 11:21:00

Tveir gervigreindarsérfræðingar til Advania

Tveir gervigreindarsérfræðingar hafa bæst í nýtt og sérhæft gervigreindarteymi Advania. Hópurinn hyggst benda íslenskum fyrirtækjum á tækifærin sem felast í tækninni.

Tveir gervigreindarsérfræðingar hafa bæst í nýtt og sérhæft gervigreindarteymi Advania. Hópurinn hyggst benda íslenskum fyrirtækjum á tækifærin sem felast í tækninni.

„Ávinningurinn af því að nýta gervigreind er margvíslegur fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Saga Úlfarsdóttir sem tók nýlega til starfa í gervigreindardeild Advania. Hún er með meistaragráðu í gervigreind frá tækniháskólanum í Danmörku og sérhæfði sig í vélnámi.

„Með tækninni geta fyrirtækin lært meira um sinn rekstur, viðskiptavini sína og áhrif utanaðkomandi aðstæðna á reksturinn. Þau geta dregið úr sóun, stytt afgreiðslutíma og veitt viðskiptavinum betri þjónustu. Svo lengi sem fyrirtækin búa yfir gögnum þá eru möguleikarnir gríðarlegir. Þar kemur okkar sérfræðiþekking inn. Við getum bent á tækifærin og hvernig nýta megi gögnin til að skapa viðskiptalegan ávinning. Við notum til þess sannreyndar aðferðir sem hafa gefið góða raun í útlöndum. Meðal þess sem við getum gert með tækninni eru margfalt ítarlegri spálíkön eða viðskiptaspár en mannfólki er kleift að gera. Spár sem ná yfir ótal breytur og byggja á miklu gagnamagni,“segir Saga.

Hún bendir á að startkostnaður við að nýta gervigreind sé ekki mikill þar sem meðal annars sé notast við opinn og frían hugbúnað. Tæknin sé orðin svo sérhæfð að hún geti fært miðlungsstórum fyrirtækjum á íslenskum markaði gríðarleg verðmæti.
Sigurður Óli Árnason er einnig nýr starfsmaður í deildinni en hann er með meistaragráðu í gervigreind frá Utrecht háskólanum í Hollandi. Hann segir að nú sé eins og bylgja sé að fara af stað á Íslandi og fjölmargir velti fyrir sér möguleikum þessarar tækni.

„Við getum notað tæknina annars vegar til að kenna tölvum að gera það sem fólk kann að gera og svo getum við notað hana í hluti sem eru ofar mannlegri greind að leysa. Til dæmis að vinna úr svo miklu gagnamagni að mannfólkið kæmist ekki yfir það. Bestu niðurstöðurnar virðast fást þegar þessu tvennu er blandað saman. Fólk gerir það sem það er gott í og tölvurnar gera það sem þær eru góðar í að gera,“ segir Sigurður Óli.

Að sögn þeirra Sögu og Sigurðar Óla eru Íslendingar svifaseinni en nágrannaþjóðir okkar í að tileinka sér gervigreind. „Í Hollandi þar sem ég hef verið undanfarin ár er tæknin komin vel af stað og þar er hægt að sækja fjölbreytt nám í gervigreind. Nú eru Íslendingar að taka við sér og þess vegna þótti mér mjög spennandi að ganga til liðs við gervigreindarteymi Advania. Mér vitandi eru ekki önnur heildstæð gervigreindarteymi starfandi á Íslandi sem sett eru saman að erlendri fyrirmynd. Við búum svo vel að teymið okkar er leitt af Helga Svani Haraldssyni sem hefur einstaka reynslu á þessu sviði,“ segir Sigurður Óli.

Gervigreindarteymi Advania. Aftari röð f.v: Jens Fylkisson, Helgi Svanur Haraldsson, Sigurður Óli Árnason, Andri Thorstensen, fremri röð f.v: Saga Úlfarsdóttir, Marín Jónsdóttir og Óskar Örn Eyþórsson.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.