Blogg - 17.11.2021

Um mikilvægi gagnaafritunar

Tillögur að því hvernig búa megi um hnútana svo greiðlega gangi að endurheimta gögn sem hafa glatast. 

Öryggissérfræðingar Advania tóku saman.

Helstu ástæður fyrir því því að gögn glatast eru allt frá mannlegum mistökum, bilunar á búnaði, innbrotum og náttúruhamfara.

Að geyma afrit af gögnum á utanáliggjandi hörðu eða nettengdum diski er góð vörn gegn bilun á tölvubúnaði.

Fyrir smærri stofnanir og einstaklinga getur Microsoft OneDrive verið góður kostur þar sem það er með innbyggða öryggisafritun og endurskoðunarferil. Hins vegar, til að tryggja eins góða vernd og hægt er, er best að hafa mörg eintök af mikilvægum skrám. Fyrir stór og smá fyrirtæki, er best að tala við hýsingaraðila um Office 365 öryggisafritunarþjónustu, sem tekur öryggisafrit af OneDrive, SharePoint og öðrum Office 365 gögnum til að auka öryggi.

Fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir sem þurfa umfangsmeiri afritunarþjónustu þá eru hér nokkrar tillögur um hvernig setja megi hlutina upp til að hámarka hraða á endurheimt gagna. Þessir punktar nýtast annað hvort við uppsetningu á þínum vinnustað eða í samtali við þjónustufyrirtækið sem hýsir umhverfi vinnustaðarins. Mikilvægt er að fullvissa sig um að hlúð sé vel að öryggi og vernd innviða á þínum vinnustað. Ef þinn þjónustuaðili er ekki með þetta allt á hreinu, komdu þá til Advania.

Fyrsta skrefið er að velja áreiðanlega öryggisafritunarlausn sem geymir öryggisafritið og pakkar skránum í skjalasafn sem er aðskilið frá skrám sem verið er að afrita. Vert er að athuga hvort kerfið styðji dulkóðun á öryggisafritum sem er einnig mjög mikilvægt öryggisatriði.

Ef þú geymir öryggisafrit á sama stað og skrárnar sem verið er að afrita, og eitthvað kemur fyrir þar, svo sem eldsvoði, náttúruhamfarir eða innbrot, þá tapast bæði upprunalega- og öryggisafritið. Best er að geymslustaður fyrir öryggisafrit sé ekki í sama bæjarfélagi. Veldu annað svæði þar sem ólíklegt er að sami atburður geti haft áhrif á báðum stöðum. Þetta þýðir yfirleitt að geyma öryggisafritið í öðrum landshluta; ef skrárnar þínar eru geymdar á Suðurlandi, geymdu öryggisafritið á Norðurlandi.

Gakktu úr skugga um að aðgangsstýringar að gögnunum séu réttar.

Sá sem hefur aðgang að öryggisafritunarkerfinu og getur endurheimt öryggisafrit eða jafnvel bara skoðað eða gert breytingar á öryggisafritunum, ætti ekki að hafa aðgang að neinu kerfanna sem verið er að taka öryggisafrit af.

Sá sem hefur aðgang að skjölum sem verið er að afrita, ætti ekki að hafa aðgang að öryggisafritunarkerfunum eða sjálfum öryggisafritunum.

Kerfisstjóri afritunar ætti ekki að geta fengið aðgang að neinum skrám í frumgögnum, þeir eiga að geta séð skráarheiti, slóðir og önnur lýsigögn en ekki efnið.

Kerfi sem eru enduruppsett frá afriti ætti að hafa nákvæmlega sömu heimildir og upprunalegu gögnin.

Gakktu úr skugga um að ítarleg skjölun aðgerða sé virk á öryggisafritunarkerfinu og að fylgst sé með óeðlilegum/óleyfilegum atvikum í skjölun.

Prófaðu öryggisafrit reglulega. Þú veist ekki fyrir víst að þú getir endurheimt öryggisafrit fyrr en þú hefur prófað að endurheimta það.

Gakktu úr skugga um að tíðni afritunar sé í takt við tíðnina breytinga á gögnunum þínum. Þ.e. hugsaðu um hversu mikla vinnu þú ert tilbúin að vinna upp og taktu öryggisafrit samkvæmt því.

Ef aðeins er tekið öryggisafrit einu sinni í viku glatast eins vikna virði breytinga, ef þú þarft að endurheimta öryggisafrit. Dagleg öryggisafrit að kvöldi eða nóttu eru mjög algeng, þar sem það þýðir að þú tapar aðeins nokkurra klukkustunda virði af breytingum. Flest afritunarkerfi komast í gegnum heilt öryggisafrit á einni nóttu.

Þetta er venjulega takmarkað við hversu langan tíma það tekur að framkvæma hverja afritun.

Ódýrar lausnir eru yfirleitt takmarkaðri og hægvirkari og því þarf að greiða meira fyrir hraðvirk öryggisafritunarkerfi.

Efnisveita

Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Platínum partner 2022 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin hér heima í Hörpu.
Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.
Mímir leitaði til Advania með það verkefni að gera fjarkennslu og fjarfundi starfsfólks einfaldari. Val á búnaði, rétt uppsetning og góð þjónusta skiptir lykilmáli.