Fréttir - 30.9.2020 13:24:00

Upp úr faraldrinum spratt frábær ráðstefnulausn

Eftir árangurslausa leit að lausn til halda árlega Haustráðstefnu Advania með stafrænum hætti, ákváðum við að smíða okkar eigin. Útkoman var fjölmennasta og best heppnaða ráðstefna okkar í 26 ár.

Eftir árangurslausa leit að lausn til halda árlega Haustráðstefnu Advania með stafrænum hætti, ákváðum við að smíða okkar eigin. Útkoman var fjölmennasta og best heppnaða ráðstefna okkar í 26 ár.

 

Haustráðstefna Advania er ein sú elsta sinnar tegundar í Evrópu og einn stærsti tækniviðburður á Íslandi. Í vor varð ljóst að við gætum ekki haldið ráðstefnuna með hefðbundnum hætti og að erfitt yrði að taka á móti þúsund gestum í Hörpu, eins og undanfarin ár.

 

Með trega yfirgáfum við það ráðstefnuform sem við höfðum þróað í 25 ár og ákváðum að færa okkur yfir í stafræna heima.
Hófst þá löng leit að stafrænni lausn til að halda viðburðinn.

 

Við vildum að ráðstefnan yrði sterk upplifun fyrir þátttakendur og byði uppá gagnvirkni. Við vildum skapa sjónrænan heim sem þátttakendur stigu inn í og gætu fylgst með fyrirlestrum í beinni útsendingu. Eins og áður vildum við bjóða fyrirtækjum að vera með sýningarsvæði til að kynna tækninýjungar og við vildum að hafa kost á að hólfa dagskrána niður, vera með nokkur erindi í gangi á sama tíma og bjóða uppá vídjó og margskonar ítarefni.

 

 

Eftir árangurslausa leit að lausn sem gerði þetta allt saman, ákváðum við að smíða launsina sjálf. Úr varð fjölhæf lausn sem mætti öllum okkar þörfum og fékk frábærar viðtökur meðal þátttakenda. Reyndar svo góðar að við fengum ótal fyrirspurnir um lausnina strax á fyrsta degi.

 

Fram til ársins 2020 höfðu gestir hverrar Haustráðstefnu verið um 1000. Í stafrænum heimum eru engar sætatakmarkanir og skráðir gestir á rafrænu ráðstefnuna  í ár fóru upp í 4658! Því varð gríðarleg nýliðun meðal þátttakenda. 

 

Ráðstefnan stóð yfir í 2 daga og var 28 fyrirlestrum streymt í beinni útsendingu frá Hörpu og 14 öðrum öðrum stöðum um heiminn. Dagskráin var sett upp í anda streymisveita sem gestir gátu auðveldlega vafrað um. Upptökur af fyrirlestrunum voru svo aðgengilegar í viku og eftir hana hafði verið horft á efnið 6500 sinnum. 

 

Í viðhorfskönnun sem gerð var meðal þátttakenda kom ánægja með ráðstefnuformið bersýnilega í ljós: 

 

  • 91% sögðust ætla að sækja Haustráðstefnuna að ári. 3% svöruðu því neitandi.
  • 94% sögðust ánægðir með ráðstefnuna. 2% sögðust óánægð.
  • 97% sögðust ánægðir með ráðstefnuvefinn. 0% voru óánægðir.

 

Nú geta áhugasöm fyrirtæki fengið aðgang að lausninni til að halda veffundi og ráðstefnur. Stafrænt Ísland og Forsætisráðuneytið eru meðal þeirra sem þegar hafa nýtt lausnina til ráðstefnuhalds og eru fjölmargir viðburðir í farvatninu.

 

Covid-19 faraldurinn knúði okkur í nýsköpun á sterkri lausn sem gríðarleg eftirspurn er eftir. Við erum þakklát fyrir lexíuna og hlökkum til að aðstoða viðskiptavini okkar við að halda stafræna viðburði í framtíðinni.

 

Í framhaldi ráðstefnunar héldum við áhugaverðan fjarfund um ráðstefnulausnina og vegferðina. Við hvetjum þig til að kíkja á upptökuna:

 

Áhugasamir geta haft samband við veflausnateymi Advania hér

 

 

Sylvía Kristín Ólafsdóttir frá Icelandair var ein af fyrirlesurum á ráðstefnunni. 

Steinar Þór Ólafsson samskiptasérfræðingur var einnig meðal fyrirlesara. 

Fleiri fréttir

Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.