Nýjasta nýtt - 30.10.2018 15:03:00

Upplýsingatækni Reykjalundar efld

Advania hefur tekið að sér rekstur og hýsingu upplýsingakerfa Reykjalundar. Kerfin eru nú vöktuð allan sólarhringinn og upplýsingaöryggi hefur verið eflt til muna.

Advania hefur tekið að sér rekstur og hýsingu upplýsingakerfa Reykjalundar. Kerfin eru nú vöktuð allan sólarhringinn og upplýsingaöryggi hefur verið eflt til muna.

Öll upplýsingakerfi Reykjalundar hafa nú verið flutt í gagnaver Advania þar sem þau eru keyrð á öflugum búnaði. Því fylgir að sérfræðingar Advania vakta kerfin allan sólarhringinn og tryggja uppitíma þeirra. Um 200 starfsmenn Reykjalundar fá nú tölvuaðstoð frá sérfræðingum Advania.

Upplýsingaöryggi hefur verið eflt enda þarf Reykjalundur að standast ýtrustu kröfur um persónuvernd. Starfsmenn Reykjalundar eiga í samskiptum við stofnanir á borð við Landlækni og Sjúkratryggingar um sjúklinga og því þarf öryggi gagna að vera með besta móti.

Nettengingar við Reykjalund hafa verið stækkaðar og netöryggið eflt. Þá verður Advania ráðgefandi í tæknilegri framþróun Reykjalundar.

„Mikill vöxtur hefur verið í alrekstrarþjónustu Advania á undanförnu ári þar sem sífellt fleiri fyrirtæki sjá hag sinn í því að fela sérfræðingum Advania að annast upplýsingatæknimál sín. Advania hefur fjárfest umtalsvert í uppbyggingu á þjónustukerfum og viðskiptavinir okkar njóta ávinningsins af því með hagkvæmara og öruggara rekstrarumhverfi fyrir sín tölvukerfi,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.


Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.