Nýjasta nýtt - 18.6.2019 10:50:00

Upplýsingatækni Varðar efld

Vörður tryggingar hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Í því felst að Advania annast uppitíma kerfanna, bætir öryggi og tryggir stöðugleika í rekstri þeirra.

Vörður tryggingar hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Í því felst að Advania annast uppitíma kerfanna, bætir öryggi og tryggir stöðugleika í rekstri þeirra.


Með samstarfinu hefur Vörður aðgang að þekkingu og þjónustu rúmlega 200 sérfræðinga Advania á sviði hýsingar og rekstrar. Advania hefur fjárfest gríðarlega í innviðum og þekkingu undanfarin ár til að geta boðið fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu á þessu sviði.

Með því að útvista hýsingu og rekstri upplýsingakerfanna til Advania gefst Verði aukið svigrúm til að einbeita sér að sinni kjarnastarfsemi. Markmiðið er að mæta þörfum viðskiptavina Varðar betur og geta brugðist hratt við óskum þeirra.

„Vörður er framsækið fyrirtæki á tryggingamarkaði og það er spennandi að eiga í samstarfi við slík fyrirtæki,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Mynd: Sverrir Scheving Thorsteinsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar Varðar og Sigurður Sæberg Þorsteinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania undirrituðu samkomulag fyrirtækjanna.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.