Nýjasta nýtt - 3.9.2015 20:46:00

Uppselt á Haustráðstefnuna 3ja árið í röð!

Enn og aftur er uppselt á Haustráðstefnu Advania sem fram fer á morgun, föstudag.

Ríflega þúsund manns hafa tilkynnt um þátttöku sína á ráðstefnunni, en það er sami fjöldi og tók þátt í fyrra. Mikil aukning er á erlendum gestum, en þeir eru um 250 talsins í ár. 

Ráðstefna með nýju sniði

Haustráðstefna Advania verður með nýju sniði í ár en fyrir hádegi verður glæsileg dagskrá í Eldborg fyrir alla ráðstefnugesti. Eftir hádegisverð geta ráðstefnugestir valið úr fyrirlestrum á þremur þemalínum sem hver um sig inniheldur sex fyrirlestra: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun. 

Sú metnaðarfyllsta hingað til

  • Ráðstefnan er sú 21. sem Advania og forverar þess halda, og hefur aldrei verið lagt jafn mikið í dagskránna og núna.  Þetta helst verður á döfinni í Eldborg fyrir hádegi:
  • Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
  • Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
  • Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli 
  • Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og dóttir hennar Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
  • Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra
  • Glæsileg dagskrá eftir hádegi á þremur línum

Eftir hádegið er getur fólk valið úr 19. fyrirlestrum innlendra og erlendra sérfræðinga, notendum og stjórnendum í upplýsingatæknimálum ýmissa fyrirtækja.   


 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.