Nýjasta nýtt - 16.12.2016 15:20:00

VIRK gerir viðamikinn samning við Advania

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur samið við Advania um smíði á hugbúnaði sem kemur til með að efla enn frekar þjónustu stofnunarinnar við viðskiptavini og styðja við starfsemi hennar.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur samið við Advania um smíði á hugbúnaði sem kemur til með að efla enn frekar þjónustu stofnunarinnar við viðskiptavini og styðja við starfsemi hennar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. 

Hugbúnaðurinn mun gera sérfræðingum VIRK kleift að ákveða, í samráði við viðskiptavini, þá starfsendurhæfingu sem skilar árangri og setja fram markvissa áætlun með aðkomu sérfræðinga VIRK sem og annarra þjónustuaðila. Hugbúnaðurinn mun auk þess halda utan um heildarferlið við framkvæmd og framvindu starfsendurhæfingarinnar á öllum stigum hennar.

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK bindur miklar vonir við að hugbúnaðarinnleiðingin muni bæta þjónustu við einstaklinga í starfsendurhæfingu og auka hagkvæmni með markvissari þjónustuferlum og upplýsingagjöf. 

Hugbúnaðurinn er smíðaður í Outsystems, hraðþróunarumhverfi (RAD) sem flýtir þróun ferla og smíði snjalltækjalausna og er sniðið að þörfum fyrirtækja sem leggja áherslu á skjótan afhendingarhraða og sveigjanleika.

„Outsystems-viðskiptavinum hjá Advania hefur fjölgað hratt að undanförnu enda mætir kerfið vel þeim kröfum sem markaðurinn hefur um afhendingarhraða og sveigjanleika“ segir Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna hjá Advania á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að fá VIRK í hóp ánægðra viðskiptavina Outsystems hjá Advania.“ 
 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.