Nýjasta nýtt - 14.7.2015 12:24:00

Vefir Hæstaréttar Íslands og Dómstólaráðs til Advania

Markmiðið er að stórbæta þjónustu við notendur.

Dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands hafa ákveðið að taka tilboði Advania um gerð nýrra heimasíðna fyrir héraðsdómstóla landsins og Hæstarétt Íslands. 
Markmið síðanna beggja er að efla þjónustu, fræðslu, leit í dómum, og dagskrá hjá héraðsdómstólum og Hæstarétti. Einnig er nýjum vefjum ætlað að mæta kröfum um aðgengi fyrir alla, óháð fötlun eða tækjabúnaði sem notaður er, og verða nýir vefir þá einnig aðgengilegir í snjalltækjum. Síðast en ekki síst verður tekin í notkun ný og betri leitarvél sem mun bæta aðgengi notenda að upplýsingum úr dómsmálum.

Myndin var tekin við undirritun og á henni eru þau Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstöðumaður veflausna Advania og Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.