Vefir Hæstaréttar Íslands og Dómstólaráðs til Advania
Markmiðið er að stórbæta þjónustu við notendur.
Dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands hafa ákveðið að taka tilboði Advania um gerð nýrra heimasíðna fyrir héraðsdómstóla landsins og Hæstarétt Íslands.
Markmið síðanna beggja er að efla þjónustu, fræðslu, leit í dómum, og dagskrá hjá héraðsdómstólum og Hæstarétti. Einnig er nýjum vefjum ætlað að mæta kröfum um aðgengi fyrir alla, óháð fötlun eða tækjabúnaði sem notaður er, og verða nýir vefir þá einnig aðgengilegir í snjalltækjum. Síðast en ekki síst verður tekin í notkun ný og betri leitarvél sem mun bæta aðgengi notenda að upplýsingum úr dómsmálum.
Myndin var tekin við undirritun og á henni eru þau Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstöðumaður veflausna Advania og Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands.