07.02.2020

Veflausn Advania fyrir Hæstarétt tilnefnd til UT-verðlauna

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Undir flokkinn falla fyrirtæki og verkefni sem hafa náð góðum árangri með upplýsingatækni að leiðarljósi.
Veflausnir Advania unnu frábært starf í samvinnu við Hæstirétt Íslands og Hugvit.

Tilkynnt er um vinningshafa í lok UT-messunnar í dag en aðrir tilnefndir voru Meniga og Men & Mice.

Veflausnin fyrir Hæstarétt felur í sér umfangsmiklar umbætur fyrir þá sem eiga í samskiptum við dómstólinn. Til dæmis á það við um vöktun á málum sem fara fyrir dómstólinn.
Lögmenn og málsaðilar sem vilja fylgjast með málum eða dagskrá réttarins geta nú vaktað málin sín. Vöktunin felur í sér að tölvupóstar berast þegar breytingar verða á stöðu mála, t.d. þegar mál er sett á dagskrá, breyting verður á málflutningsdegi, mál tekið af dagskrá eða mál fær uppkvaðningardag. Dagskrárupplýsingar einstakra mála er einnig hægt að bæta við eða færa inn í dagatöl. Hægt er að fletta upp málflytjendum í fellilista inn á dagskrársvæðinu eftir völdum tímabilum.

Um Hæstarétt Íslands
Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll þjóðarinnar og tók formlega til starfa 16. febrúar 1920.
Mikilvægt er að tryggja almenningi í landinu gott aðgengi að upplýsingum sem varða dómstólinn og veita skýrt yfirlit yfir mál á dagskrá.

Um veflausnir Advania
Veflausnir Advania bjóða upp á stafrænar lausnir og þjónustu og eru hannaðar með þarfir viðskiptavina okkar í huga. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að láta framtíðarsýn verða að veruleika og trúum á einfaldar lausnir. 




Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.