Fréttir - 7.2.2020 16:31:00

Veflausn Advania fyrir Hæstarétt tilnefnd til UT-verðlauna

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Undir flokkinn falla fyrirtæki og verkefni sem hafa náð góðum árangri með upplýsingatækni að leiðarljósi.
Veflausnir Advania unnu frábært starf í samvinnu við Hæstirétt Íslands og Hugvit.

Tilkynnt er um vinningshafa í lok UT-messunnar í dag en aðrir tilnefndir voru Meniga og Men & Mice.

Veflausnin fyrir Hæstarétt felur í sér umfangsmiklar umbætur fyrir þá sem eiga í samskiptum við dómstólinn. Til dæmis á það við um vöktun á málum sem fara fyrir dómstólinn.
Lögmenn og málsaðilar sem vilja fylgjast með málum eða dagskrá réttarins geta nú vaktað málin sín. Vöktunin felur í sér að tölvupóstar berast þegar breytingar verða á stöðu mála, t.d. þegar mál er sett á dagskrá, breyting verður á málflutningsdegi, mál tekið af dagskrá eða mál fær uppkvaðningardag. Dagskrárupplýsingar einstakra mála er einnig hægt að bæta við eða færa inn í dagatöl. Hægt er að fletta upp málflytjendum í fellilista inn á dagskrársvæðinu eftir völdum tímabilum.

Um Hæstarétt Íslands
Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll þjóðarinnar og tók formlega til starfa 16. febrúar 1920.
Mikilvægt er að tryggja almenningi í landinu gott aðgengi að upplýsingum sem varða dómstólinn og veita skýrt yfirlit yfir mál á dagskrá.

Um veflausnir Advania
Veflausnir Advania bjóða upp á stafrænar lausnir og þjónustu og eru hannaðar með þarfir viðskiptavina okkar í huga. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að láta framtíðarsýn verða að veruleika og trúum á einfaldar lausnir. 




Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
11.06.2025
Advania vinnur að því ásamt NVIDIA að setja upp séríslenskt gervigreindarský, þjónustu sem tryggir íslensku atvinnulífi aðgengi að nauðsynlegu reikniafli til þess að knýja áfram aukna eftirspurn eftir gervigreindarvinnslum. Hérlent gervigreindarský takmarkar nauðsyn mikilla fjárfestinga fyrirtækja og stofnana á fyrstu stigum við innleiðingu og nýtingu gervigreindar, ásamt því að öryggi gagna verður að fullu tryggt.
Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.