Nýjasta nýtt - 25.2.2019 12:50:00

Vefur KSÍ hlaut Íslensku vefverðlaunin

Vefur Knattspyrnusambands Íslands hlaut Íslensku vefverðlaunin fyrir bestu efnis- og fréttaveitu. Advania sá um greiningu, hönnun og forritun á vefnum.

Vefur Knattspyrnusambands Íslands hlaut Íslensku vefverðlaunin fyrir bestu efnis- og fréttaveitu. Advania sá um greiningu, hönnun og forritun á vefnum. Verðlaunin voru veitt á Hilton Hótel Nordica á föstudag. 

Veflausnir Advania hönnuðu og smíðuðu vef sambandsins sem settur var í loftið í fyrra. Á vefnum hafði aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr gagnagrunni KSÍ verið stórbætt. Gagnagrunnur KSÍ er gríðarlega umfangsmikill og þar má meðal annars nálgast upplýsingar um fótboltaleiki allt aftur til ársins 1912. Advania smíðaði einnig nýtt og öflugt mótakerfi með yfirliti yfir mótaupplýsingar allra fótboltaiðkenda í landinu sem aðgengilegt er á vefnum. Vefurinn er mikið notaður af iðkendum, þjálfurum, starfsfólki aðildarfélaga, áhugafólki um knattspyrnu og tölfræðinördum.

Við hjá Advania óskum Knattspyrnusambandi Íslands til hamingju og þökkum þeim fyrir ánægjulegt samstarf.

Á myndinni er Gylfi Steinn Gunnarsson og Guðfinna Ýr Róbertsdóttir frá Advania sem hönnuðu og smíðuðu vefinn ásamt góðu teymi. 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.