Vegna jarðhræringa á Reykjanesi
Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.
Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.
Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er ekkert sem bendir til að áhrifin verði nokkur á gagnaverið né starfsemi Advania.
Advania hýsir hluta tölvukerfa sinna í gagnaveri atNorth við Steinhellu í Hafnarfirði. Þar er rafmagn tvítengt og kemur inn í gagnaverið úr tveimur áttum. Varaaflsstöðvar eru sítengdar og tilbúnar ef til rafmagnsútfalls kæmi. Stýrð kæling er hönnuð til að halda réttu hitastigi í kerfissölum og öryggi í gagnaverinu samkvæmt ströngustu kröfum.
Advania hefur yfirfarið viðbragðsáætlun sem miðar að því að takmarka mögulegt tjón ef til rekstraráfalls kæmi. Gerðar hafa verið rekstrarsamfelluáætlanir vegna helstu áhættuþátta og um endurheimt á mikilvægum grunnkerfum og innviðum.
Rétt er að vekja athygli fyrirtækja og stofnanna á að huga reglulega að sinni högun og áhættumati. Mikilvægt er að högun sé í samræmi við áhættumat.
Sérfræðingar Advania fylgjast að sjálfsögðu áfram grannt með þróun mála.