Nýjasta nýtt - 5.3.2021 12:44:00

Vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.

 

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er ekkert sem bendir til að áhrifin verði nokkur á gagnaverið né starfsemi Advania.


Advania hýsir hluta tölvukerfa sinna í gagnaveri atNorth við Steinhellu í Hafnarfirði. Þar er rafmagn tvítengt og kemur inn í gagnaverið úr tveimur áttum. Varaaflsstöðvar eru sítengdar og tilbúnar ef til rafmagnsútfalls kæmi. Stýrð kæling er hönnuð til að halda réttu hitastigi í kerfissölum og öryggi í gagnaverinu samkvæmt ströngustu kröfum. 


Advania hefur yfirfarið viðbragðsáætlun sem miðar að því að takmarka mögulegt tjón ef til rekstraráfalls kæmi. Gerðar hafa verið rekstrarsamfelluáætlanir vegna helstu áhættuþátta og um endurheimt á mikilvægum grunnkerfum og innviðum. 


Rétt er að vekja athygli fyrirtækja og stofnanna á að huga reglulega að sinni högun og áhættumati.  Mikilvægt er að högun sé í samræmi við áhættumat.


Sérfræðingar Advania fylgjast að sjálfsögðu áfram grannt með þróun mála.

 

Fleiri fréttir

Blogg
17.11.2025
Í gegnum árin hefur samstarf Advania og Yealink byggst á trausti, nýsköpun og sameiginlegri sýn um að veita viðskiptavinum bestu mögulegu lausnir í fundar- og samskiptatækni. Langur listi ánægðra viðskiptavina er vitnisburður um gæði lausnanna og þjónustunnar sem fylgir.
Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.