Blogg - 25.11.2014

Veikindadögum hjá Garðabæ fækkar mikið

Stjórnendum fannst oft erfitt að hafa skýra yfirsýn yfir viðveru starfsmanna en með tilkomu Vinnustundar er einfalt að kalla fram lykilupplýsingar.

Garðabær hefur á undanförnum árum innleitt viðverukerfið Vinnustund fyrir stofnanir bæjarins. Markmiðið er að færa upplýsingar um viðveru til launakerfis á sem einfaldastan hátt og takmarka villur en áður voru upplýsingar um viðveru færðar til launakerfis á marga mismunandi vegu. Fjótt kom í ljós að Vinnustund hafði fleiri áhugaverða eiginleika  sem auðveldaði stjórnendum yfirsýn. Nú nota um 30 stjórnendur hjá Garðabæ kerfið en um eitt þúsund starfsmenn eru skráðir í kerfið.

Markviss viðverustjórnun

Samhliða innleiðingu Vinnustundar var lögð áhersla á markvissa viðverustjórnun hjá Garðabæ en viðverustjórnun byggir á viðverustefnu Garðabæjar. Helstu áherslur viðverustefnu Garðabæjar eru hvernig tilkynna beri fjarvistir, mikilvægi þessa að sýna starfsmönnum umhyggju, viðmið vegna fjarvista, hvernig bregðast eigi við langvarandi veikindum og hvernig nota beri svokallað viðverusamtal. 

Skýrslur notaðar til að ná yfirsýn

Í stofnunum Garðabæjar þar sem markvissri viðverustjórnun er beitt nota forstöðumenn skýrslugerðartólið í Vinnustund til að hafa yfirsýn yfir fjarvistir starfsmanna. Ef fjöldi fjarvista fer yfir fyrirfram skilgreind viðmið eru viðkomandi starfsmenn boðaðir í svokallað viðverusamtal þar sem starfsmaður og stjórnandi skoða hvort eitthvað tengt vinnustaðnum geti orsakað fjarvistir starfsmannsins. Dæmi um árangur af þessu starfi er fækkun veikindadaga á leikskólanum Holtakoti en þar fækkaði veikindadögum 35% á milli áranna 2012 – 2013. Lykill að þessum árangri er að virkja þátttöku starfsmanna, fylgja stefnunni eftir og stjórnendur þurfa að sýna starfsmönnum  auðmýkt og áhuga.

Vinnustund styrkir stjórnendur

Stjórnendum fannst oft erfitt að hafa skýra yfirsýn yfir viðveru starfsmanna en með tilkomu Vinnustundar er einfalt að kalla fram lykilupplýsingar á fljótlegan hátt. Vinnustund er því öflugt verkfæri sem styrkir stjórnendur í viðverustjórnun.

Ég vísa til þess að einn stjórnandi hjá bænum segir um árangur af virkri viðverustjórnun: „Það er minna umtal um veikindi á vinnustaðnum og ég hef betri heildarsýn á viðfangsefnið þar sem ég geri greinarmun á skammtímaveikindum og langatímaveikindum. Ég fylgist betur með þegar veikindadögum fjölgar hjá starfsmanni sem hefur sögu um að vera hraustur og það er fyrr farið að skoða hvað sé í gangi og bregðast við.“

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.