05.04.2024

Að hægja á lífinu

Fyrir um ári, þá ófrísk af mínu öðru barni áttum ég og maðurinn minn samtal um líðan, framtíðardrauma og sýn okkar á æsku drengjanna okkar.

Hólmfríður Rut Einarsdóttir
Sérfræðingur í viðskiptavegferð Microsoft

Niðurstaðan varð að rífa upp tjaldhælana og flytja 700 km austur á land þar sem báðar fjölskyldur okkar búa, í hjartanu var það rétt ákvörðun en í metnaðarfulla heilahvelinu mínu var hik, myndi ég með þessu kveðja alla mína drauma um vöxt í starfi?

Fæðingarorlofið á nýju heimili okkar hér fyrir austan er búið að vera yndislegt og allir fjölskyldumeðlimir þrífast betur í þessu hægara lífi (lesist umferðarlausa, hver er ekki til í það!?), við höfum meiri tíma til að sinna okkur sjálfum, hvort öðru, fjölskyldu, vinum og hreyfing er ekki lengur púsluspil sem þarf að koma að eins og flóknum jöfnureikningi.

Hikið í metnaðarfulla heilahvelinu var þarna enn, alveg þar til fyrir viku þegar ég byrjaði aftur að vinna, starfið mitt tók ég með mér.

Á þessari viku fann ég að samstarfsfólk mitt var ánægt að fá mig til baka, þrátt fyrir að ég ynni í fjarvinnu, mér finnst auðvelt að einbeita mér ein á heimaskrifstofu og mín biðu flott verkefni og aukin ábyrgð. Fer svo suður reglulega að hitta samstarfsfólk og sækja viðburði.
Advania Ísland á hrós skilið fyrir að gefa starfsfólki sínu tækifæri á að blómstra í starfi sama hvaðan það kýs að vinna.

Nú fæ ég það besta úr báðum heimum, draumi líkast.

Fleiri fréttir

Blogg
12.05.2025
Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.