21.06.2024

Advania hlýtur áfram gullvottun Cisco

Advania hefur aftur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Advania hefur nú hlotið Gullvottun Cisco fyrir árið 2024. Vottunin er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatæknigeiranum enda er Cisco leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni sem knýr áfram internetið.

Advania hefur síðan árið 2022 verið í þröngum hópi fyrirtækja sem veitt geta framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði Cisco net- og öryggislausna.

Vottunin byggir á umfangsmikilli úttekt á þjónustu- og rekstrarferlum Advania en miklar kröfur eru gerðar um sértæka þekkingu og reynslu ráðgjafa fyrirtækisins.

„Þetta er mikilvæg staðfesting á getu Advania til að veita afar sérhæfða þjónustu um mikilvægar lausnir Cisco. Að baki liggur áratuga samstarf og erum við gríðarlega stolt að halda þessari gullvottun frá einum af okkar lykilsamstarfsaðilum,“ segir Þórður Jensson forstöðumaður innviðalausna hjá Advania.

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert að íhuga Cisco lausnir fyrir fyrirtæki þitt. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
12.05.2025
Ofurtölvan Spark (áður þekkt sem DIGITS) frá NVIDIA með Blackwell ofurflögunni er á leiðinni í sölu hjá Advania. Vélin skilar reiknigetu upp á 1000 AI TOPS í ótrúlega litlu boxi. Eitthvað sem hefur aldrei sést áður.
Fréttir
08.05.2025
Advania og NVIDIA taka saman þátt í Innovation Week í ár og eru á meðal aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar. Tæknifyrirtækin ætla þar að kynna gesti ráðstefnunnar fyrir krafti gervigreindarinnar. Advania varð snemma á árinu Elite partner hjá NVIDIA og er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila tæknirisans, sem opnar á mikla möguleika.
Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.