21.06.2024

Advania hlýtur áfram gullvottun Cisco

Advania hefur aftur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Advania hefur nú hlotið Gullvottun Cisco fyrir árið 2024. Vottunin er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatæknigeiranum enda er Cisco leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni sem knýr áfram internetið.

Advania hefur síðan árið 2022 verið í þröngum hópi fyrirtækja sem veitt geta framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði Cisco net- og öryggislausna.

Vottunin byggir á umfangsmikilli úttekt á þjónustu- og rekstrarferlum Advania en miklar kröfur eru gerðar um sértæka þekkingu og reynslu ráðgjafa fyrirtækisins.

„Þetta er mikilvæg staðfesting á getu Advania til að veita afar sérhæfða þjónustu um mikilvægar lausnir Cisco. Að baki liggur áratuga samstarf og erum við gríðarlega stolt að halda þessari gullvottun frá einum af okkar lykilsamstarfsaðilum,“ segir Þórður Jensson forstöðumaður innviðalausna hjá Advania.

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert að íhuga Cisco lausnir fyrir fyrirtæki þitt. Innan okkar raða eru á annan tug sérfræðinga sem vinna að ráðgjöf og þjónustu við net- og aðgengislausnir viðskiptavina Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.