Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu Dell Technologies í Noregi og veittu Guðmundur Zebitz og Þórður Jensson verðlaununum viðtöku. Með þeim á myndinni eru Jakon Odman, Sr. Channel Country Manager, Dell, Mats Jentzen, Sales Director, Client Solution, Dell, Endre Daniloff, Partner Development Manager, Dell, Stig Nordvik, Sales Director Data Center Solutions & Sales, Dell.

07.11.2022

Advania hlýtur samstarfsverðlaun frá Dell Technologies

Advania á Íslandi hlaut á dögunum sérstakar viðurkenningar frá Dell Technologies sem samstarfsaðili ársins 2022 fyrir framúrskarandi árangur í sölu, ráðgjöf og þjónustu.

Partner Awards Excellence in Workplace Sales og Partner Awards Excellence in Cloud eru veitt þeim samstarfsaðilum Dell sem skara fram úr í sérfræðiþekkingu, þjónustu og sölu á notendabúnaði til fyrirtækja annars vegar og miðlægum lausnum inn í gagnaver hins vegar.

„Verðlaun sem þessi eru frábær viðurkenning á því vandaða starfi sem sölu- og þjónustufólk Advania sinna fyrir viðskiptavini sína og hvatning til að gera ennþá betur“ segir Þórður Jensson, forstöðumaður sölu og vörustýringar Advania.

Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu Dell Technologies í Noregi og veittu Guðmundur Zebitz og Þórður Jensson verðlaununum viðtöku.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.