Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu Dell Technologies í Noregi og veittu Guðmundur Zebitz og Þórður Jensson verðlaununum viðtöku. Með þeim á myndinni eru Jakon Odman, Sr. Channel Country Manager, Dell, Mats Jentzen, Sales Director, Client Solution, Dell, Endre Daniloff, Partner Development Manager, Dell, Stig Nordvik, Sales Director Data Center Solutions & Sales, Dell.
07.11.2022Advania hlýtur samstarfsverðlaun frá Dell Technologies
Advania á Íslandi hlaut á dögunum sérstakar viðurkenningar frá Dell Technologies sem samstarfsaðili ársins 2022 fyrir framúrskarandi árangur í sölu, ráðgjöf og þjónustu.
Partner Awards Excellence in Workplace Sales og Partner Awards Excellence in Cloud eru veitt þeim samstarfsaðilum Dell sem skara fram úr í sérfræðiþekkingu, þjónustu og sölu á notendabúnaði til fyrirtækja annars vegar og miðlægum lausnum inn í gagnaver hins vegar.