15.03.2023
Advania hlýtur verðlaun frá Genesys
Genesys viðurkenndi glæsilegan árangur Advania með verðlaunum á dögunum.
Það má með sanni segja að Genesys lausnin sé á flugi á Íslandi enda hefur hún verið valin leiðandi sem samskiptalausn til margra ára. Með mikilli velgengni kemur meiri eftirspurn og fyrir það fékk Advania verðlaun.
Advania á Íslandi deilir þessum verðlaunum með kollegum sínum í hinum löndunum og kemur þetta ekki á óvart enda var mikil stemmning á Nordic CX forum á dögunum.
Það fjölgar stöðugt í hópi ánægðra notenda í Genesys lausninni og lengist biðröðin í uppsetningum stöðugt. Því ekki úr vegi að minna á að sérfræðingar okkar eru boðnir og búnir að veita fyrirtækjum ráðgjöf.