Fréttir - 15.10.2024

Advania hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2024

Advania er meðal þeirra stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA í ár en viðurkenningarhátíðin var haldin við hátíðlega athöfn.

Advania er stolt af því að fá þessa viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði 40/60 í framkvæmdastjórnum, en í framkvæmdastjórn Advania sitja fimm konur og þrír karlar.

Frekari upplýsingar um Jafnvægisvogina má sjá hér.

Mynd/Silla Páls

Mynd/Silla Páls

Fleiri fréttir

Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Blogg
19.12.2024
Advania hefur ákveðið að innleiða nýjar breytingar til að styðja verðandi og nýbakaða foreldra á þessu merkilega, frábæra en krefjandi tímabili í kringum barnseignir.  Með þessum breytingum vill fyrirtækið tryggja að starfsfólk fái þann stuðning sem það þarf til að takast á við ný hlutverk og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.