Advania í mikilvægu samstarfi með Dell og NVIDIA
Advania tekur höndum saman með tæknifyrirtækjunum til að koma nútíma lausnum í gervigreind og reiknigetu í gagnaver á Íslandi.
English below
Advania, Dell og NVIDIA hafa unnið saman að sölu netþjóna með háþróuðum gervigreindar- og reiknigetulausnum. Búnaðurinn inniheldur fremstu tækni NVIDIA, GPU (Graphics Processing Units), sem hraðar allri reiknigetu.
Ný tækni NVIDIA hefur einstaka getu til að vinna samhliða úr vinnsluverkefnum á sem minnstri orku, sem eru lykilatriði fyrir gervigreind. Eftirspurnin eftir GPU-um í gagnaverum eykst eftir því sem gögn verða flóknari og meiri, sem krefst hraðrar og skilvirkrar vinnslu
PowerEdge XE9680 netþjónar frá Dell innihalda GPU NVIDIA og eru þekktir fyrir frammistöðu og áreiðanleika, sem gerir þá vinsæla í gagnaverum og fyrir gervigreindarvinnslur. Að auki leggur Dell áherslu á að uppfylla og ganga framar kröfum EPEAT og Energy Star, til að tryggja orkusparandi og umhverfisvænar lausnir.
Búnaðurinn sem komið hefur verið fyrir í gagnaveri á Íslandi hefur því einstaka eiginleika við vinnslu gervigreindarverkefna sem og mætir hann kröfum um orkusparandi lausnir.
Advania og Dell búa yfir áralöngu og farsælu samstarfi og er Advania sölu og þjónustuaðili Dell á Íslandi. Það var því stutt fyrir sérfræðinga Advania að sækja heimsklassa búnað og yfirgripsmikla þekkingu til Dell þegar að verkefnum af þessu tagi.
Nýlegt samstarf Advania og NVIDIA, veitir Advania Íslandi aðgang að umgjörð og þróaðri tækni NVIDIA. Þannig opnast ótal möguleikar þegar kemur að vélbúnaði, hugbúnaði og netbúnaði sem styðja við framþróun gervigreindar.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi
„Við erum ótrúlega ánægð með samstarfið. Sérþekking þeirra á sviði gervigreindar verður algjör bylting fyrir okkur. Þetta mun gera okkur kleift að bjóða upp á enn skilvirkari lausnir fyrir viðskiptavini okkar, sem skilar sér í auknu virði og vexti.“
Af hverju Ísland?
Að hýsa gögn á Íslandi hefur marga kosti. Kalda loftslagið dregur verulega úr orkunotkun sem þarf til að kæla gagnaver, sem gerir rekstur þeirra hagkvæmari. Að auki gerir gnægð endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi, svo sem vatnsafls og jarðvarma, gagnaverum kleift að starfa á næstum 100% endurnýjanlegri orku. Þetta dregur ekki aðeins úr kolefnisspori heldur samræmist einnig alþjóðlegum sjálfbærnimarkmiðum. Búnaður frá NVIDIA er hannaður með orkunýtingu í huga og því rímar samstarfið vel við framtíðina í þessum bransa.
Fyrirtæki sem hafa áhuga á því að koma til Íslands geta leitað til Advania sem veitir breiða og öfluga þjónustu á sviði upplýsingatækni, býr yfir sterkum mannauð og hefur margþætta þekkingu á öllu sem tengist þeim áskorunum sem ytri viðskiptavinir standa frammi fyrir við kaup á búnaði, innflutning, uppsetningu og rekstri. Advania sér því mikil tækifæri í því að vinna náið með Dell og NVIDIA, og telur að slíkt muni bæta upplifun og þjónustu gagnvart fyrirtækjum sem starfa á Íslandi og einnig þeim sem hafa áhuga á því að koma til Íslands.
Advania in important collaboration with Dell and NVIDIA
Advania works with the tech companies to bring modern solutions in artificial intelligence and computing power to the country.
Advanvia today announced it is collaborating with Dell and NVIDIA, in Iceland on the sale of servers with advanced AI and computing solutions. The equipment includes NVIDIA's accelerated computing platform.
NVIDIA accelerated computing has the unique ability to process tasks concurrently with high energy efficiency, which is crucial for artificial intelligence. The demand for GPUs in data centers is increasing as data becomes more complex and increases in volume, requiring fast and efficient processing.
Dell's PowerEdge XE9680 servers include NVIDIA GPUs and are known for their performance and reliability, making them popular in data centers and for AI processing. Additionally, Dell focuses on exceeding EPEAT and Energy Star standards to ensure energy-efficient and environmentally friendly solutions.
The equipment installed in a data center in Iceland thus has unique capabilities for processing AI projects while meeting requirements for energy-saving solutions.
Advania and Dell have had a long-standing successful partnership, with Advania being Dell's sales and service partner in Iceland. It was therefore easy for Advania’s experts to source world-class equipment and expertise from Dell that suited this project well.
Advania’s recent collaboration with NVIDIA provides Advania Iceland access to NVIDIA's advanced infrastructure and technology. This opens up countless possibilities regarding hardware, software, and network equipment supporting AI advancements.
Ægir Már Þórisson, CEO of Advania Iceland:
“We are incredibly pleased with this collaboration with Dell and NVIDIA. Their expertise will be revolutionary for us. It will enable us to offer even more efficient solutions for our clients, resulting in increased value and growth.”
Why Iceland?
Hosting data in Iceland has many advantages. The cold climate significantly reduces the energy needed to cool data centers, making their operation more cost-effective. Additionally, the abundance of renewable energy sources in Iceland such as hydropower and geothermal enables data centers to operate on almost 100% renewable energy. This not only reduces carbon footprints but also aligns with global sustainability goals. Equipment from NVIDIA is designed with energy efficiency in mind; hence, this collaboration aligns well with future trends in this industry.
Companies interested in moving operations to Iceland can turn to Advania, which offers broad and robust IT services backed by strong human resources with extensive knowledge related to challenges faced by external clients regarding equipment purchase, importation, installation, and operation. Advania sees great opportunities working closely with Dell and NVIDIA to enhance experiences and services for companies operating or interested in coming to Iceland.