Uppfært: 04.10.2024 - Greinin birtist upphaflega: 04.10.2024

Advania LIVE: Bein útsending frá Mannauðsdeginum í Hörpu

Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Mannauðsdeginum 2024, sem fram fer í Hörpu föstudaginn 4. október. Sýnt verður frá útsendingunni á fréttavefnum Vísi og hér á vef Advania en dagskrá má finna hér neðar á síðunni.

Mannauðsdagurinn er haldinn árlega af Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Í Advania LIVE hlaðvarpinu frá Hörpu fær Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Advania, til sín góða gesti. Útsendingin hefst klukkan átta og þá verður hægt að fylgjast með streyminu í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Advania LIVE - Dagskrá

8:00 - Helena Jónsdóttir  stofnandi og framkvæmdastjóri Mental.

8:30 - Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania.

9:00 - Debra Corey ráðgjafi, fyrirlesari og metsöluhöfundur.

9:30 - Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri og einn af stofnendum 50skills.

10:00 - Ásdís Eir Símonardóttir stjórnenda- og mannauðsráðgjafi.

10:30 - Valgerður María Friðriksdóttir mannauðsstjóri First Water.

11:00  - Davíð Tómas Tómasson framkvæmdastjóri Moodup.

11:30 - Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie

12:00 - Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching

12:30 - Adriana Karólína Pétursdóttir formaður Mannauðs og framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Rio TInto.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium, og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.