Uppfært: 04.10.2024 - Greinin birtist upphaflega: 04.10.2024

Advania LIVE: Bein útsending frá Mannauðsdeginum í Hörpu

Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Mannauðsdeginum 2024, sem fram fer í Hörpu föstudaginn 4. október. Sýnt verður frá útsendingunni á fréttavefnum Vísi og hér á vef Advania en dagskrá má finna hér neðar á síðunni.

Mannauðsdagurinn er haldinn árlega af Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Í Advania LIVE hlaðvarpinu frá Hörpu fær Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Advania, til sín góða gesti. Útsendingin hefst klukkan átta og þá verður hægt að fylgjast með streyminu í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Advania LIVE - Dagskrá

8:00 - Helena Jónsdóttir  stofnandi og framkvæmdastjóri Mental.

8:30 - Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania.

9:00 - Debra Corey ráðgjafi, fyrirlesari og metsöluhöfundur.

9:30 - Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri og einn af stofnendum 50skills.

10:00 - Ásdís Eir Símonardóttir stjórnenda- og mannauðsráðgjafi.

10:30 - Valgerður María Friðriksdóttir mannauðsstjóri First Water.

11:00  - Davíð Tómas Tómasson framkvæmdastjóri Moodup.

11:30 - Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie

12:00 - Íris Sigtryggsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching

12:30 - Adriana Karólína Pétursdóttir formaður Mannauðs og framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Rio TInto.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.