08.02.2024

Advania Nordic CX Forum haldið í annað sinn

Á dögunum hélt Advania samsteypan Nordic CX Forum í annað sinn og að þessu sinni var það haldið í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Advania samsteypan er Gold Partner hjá Genesys, sem er leiðandi lausn fyrir samskiptaver sem annast allar samskiptaleiðir fyrirtækja i einu viðmóti þjónustufulltrúans. Hjá Advania starfar fjöldi sérfræðinga við að skapa heimsklassa viðskiptavinaupplifun með framúrskarandi samstarfsaðilum eins og Genesys.  Stefnt er að því að halda Nordic CX Formu árlega enda er tilgangur viðburðarins að deila sérfræðiþekkingu og skapa tengslanet meðal viðskiptavina Advania sem nota Genesys Cloud á Norðurlöndunum, sem að hingað til hefur fallið í góðan jarðveg.

Stór hópur fór frá Íslandi og heppnaðist ferðin með eindæmum vel enda dagskráin ekki af verri endanum. Dagskráin var þétt að vanda og byrjaði hún á því að Joakim Skalberg frá Genesys fór yfir það nýjasta í lausninni,  en Genesys Cloud lausnin er í sífelldri þróun. Næst kom magnað sýnidæmi um hvernig hægt er að tengja ChatGPT ský Advania við lausnina. Þannig er hægt að byggja upp mjög öfluga talvél sem hægt er að tala við en vélin flokkar þá sjálfvirkt og svarar einnig með AI á ótrúlega einfaldan máta. Þetta vakti vægast sagt mikla lukku og ljóst að margir viðskiptavinir sjá mikil tækifæri í þessu. Við tóku athyglisverð erindi frá Fremtind og Lowell, þar sem þau fóru yfir það hvernig Geneys lausnin hefur nýst þeim og fleiri áhugaverð erindi.

Á milli erinda sýndu sérfræðingar möguleikana í kerfinu og svöruðu spurningum, en einnig var hægt að nýta tímann í að efla tengslanetið Kvöldið endaði svo með frábærum mat og skemmtun.  Hugmyndin er að ráðstefnan flakki á milli landa og er kosið hverju sinni um land. Hver veit nema Ísland verði fyrir valinu á næsta ári. Þeim fer ört fjölgandi fyrirtækjunum sem nota Genesys fyrir sín samskiptaver og efumst við ekki um að íslenski hópurinn muni stækka enn meira á næsta fundi.

Fleiri fréttir

Fréttir
07.02.2025
Í dag fer fram ráðstefnudagur hinnar árlegu UTmessu í Hörpu. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf. Þetta er í 15. skipti sem UTmessan er haldin.
Blogg
04.02.2025
Í yfir 20 ár hefur Wi-Fi tæknin haldið heiminum tengdum og fylgt sívaxandi þörfum fyrirtækja og notenda. Nú eru þráðlaus netkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr, og með Wi-Fi 7 er tekin enn stærri skref í átt að hraðari, stöðugri og afkastameiri nettengingum.
Blogg
03.02.2025
DeepSeek-R1 líkanið er nú fáanlegt sem NVIDIA NIM og keyrir á NVIDIA HGX H200 þjónum, sem gerir forriturum kleift að gera tilraunir á öruggan hátt með gervigreind.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.