Fréttir, Nýjasta nýtt - 29.3.2022 15:10:36

Advania og Jökulá í samstarf

Advania og hönnunarstofan Jökulá hefja samstarf um hönnun og smíði á stafrænum lausnum.

Markmiðið með samstarfinu er að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Jökulá er hönnunarstofa sem býður þjónustu og ráðgjöf í notendaupplifun, viðmótshönnun, notendarannsóknum og grafískri hönnun. Hjá Jökulá starfa 12 sérfræðingar sem hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum jum landsins. Jökulá fékk á dögunum SVEF verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót ársins 2021.

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf, þjónustu og fjölbreyttar stafrænar lausnir. Veflausnir Advania sérhæfa sig í smíði og þróun veflausna, appa og fjölbreyttra stafrænna lausna með áherslu á sjálfvirknivæðingu, einföldun ferla, notendaupplifun og upplýsingaflæði milli kerfa.

Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá segir mikil tækifæri fólgin í samstarfinu „Jökulá hefur um árabil lagt áherslu á að skapa góða notendaupplifun sem er orðin einn stærsti ákvörðunarvaldur notenda við val um kaup á vöru og þjónustu. Samstarfið hefur þegar skilað sér í öflugum og notendavænni lausnum. Við erum spennt fyrir framhaldinu.“

„Kröfur um góða notendaupplifun og notendaviðmót verða sífellt meiri. Með samstarfinu er Advania betur í stakk búið til að aðstoða viðskiptavini við að bjóða framúrskarandi notendaupplifun og viðmót í þeim lausunum sem okkar sérfræðingar smíða og þróa,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

„Við erum í skýjunum yfir samstarfinu við Jökulá enda hefur það alltaf verið stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu, bæði í hönnun og hugbúnaðargerð. Við erum ánægð með að vera komin í samstarf við þá bestu á þessu sviði og trúum því að viðskiptavinir munu njóta góðs af,” segir Valeria Rivina forstöðukona veflausna Advania.


Mynd: Björgvin Pétur, hönnunarstjóri Jökulá, Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania, Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá og Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.