Fréttir, sjálfbærni, Nýjasta nýtt - 8.6.2022 10:08:44

Advania setur jafnrétti og viðskiptasiðferði á oddinn

Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.

Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.

Advania hefur einnig lagt mikla áherslu á að fá fleiri konur til starfa í tæknigeiranum, meðal annars með því að veita námsstyrki til kvenna sem leggja fyrir sig nám í kerfisstjórnun hjá Prómennt og NTV. Verkefnið hefur góðan árangur borið og stuðlað að mikilli aukningu kvenna í náminu.

Advania á Íslandi hóf undirbúningsvinnu á árinu að setja markmið tengd loftslagsvísindum (Science based targets) en Advania á Íslandi hefur skuldbundið sig að fá markmið sín samþykkt af Science Based Target Initiative. Í þriðju sjálfbærnisskýrslu Advania, sem gefin var út á dögunum og nær til starfsemi allrar Advania-samstæðunnar á árinu 2021, kemur fram hvernig fyrirtækinu miðar í átt að markmiðum sínum.

Advania stefnir á að vera leiðandi í upplýsingaöryggi og persónuvernd, vera eftirsóknarverður vinnustaður og leiða áfram stafræna þróun í þágu samfélagsins. Advania á Íslandi er með ISO 27001 og á árinu var jafnlaunakerfið endurvottað samkvæmt ÍST 85:2012.

Advania virðist heilbrigður vinnustaður með ánægt starfsfólk,  samkvæmt niðurstöðum vinnustaðargreiningar sem gerð var á árinu.

Advania hefur í áratugi hjálpað viðskiptavinum sínum við að ná árangri í með stafrænni þróun. Í skýrslunni má finna sögur af því hvernig Advania hefur í samstarfi við íslenska ríkið unnið að því að auðvelda samskipti borgara við ríkið og aðgang þeirra að upplýsingum.

Skýrslan dregur ekki undan í umfjöllun um áskoranir sem Advania og upplýsingatæknigeirinn standa frammi fyrir. Þar má nefna netöryggi, aukna þörf fyrir starfsfólk með tæknimenntun og áskoranir í  aðfangakeðju á tölvubúnaði. Helsta viðbótin frá fyrri skýrslum er ítarlegt yfirlit yfir helstu sjálfbærniáhættur Advania og hvernig fyrirtækið nálgast þær.

Það sem einkenndi árið hjá Advania -samstæðunni var mikill vöxtur á Norðurlöndunum og aukin áhersla á sjálfbærni og viðskiptasiðferði bæði í starfseminni og aðfangakeðjunni.

Við hvetjum þig til að kynna þér sjálfbærnisvinnu Advania og lesa skýrsluna okkar.

Þóra Rut Jónsdóttir
forstöðumaður í sjálfbærni
2022-09-28 10:15

Vefverslun S4S valin best úr hópi 600 vefsíða

Vefverslun S4S var valin besta veflausn ársins á heimsvísu af DynamicWeb, en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum félagsins.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Fréttir
01.10.2025
Í Öryggisoktóber ætlum við hjá Advania að bjóða upp á einn morgunverðarfund og þrjá veffundi þar sem öryggismál eru í fyrirrúmi.
Fréttir
01.10.2025
Advania hélt úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Mannauðsdeginum 2025, sem fram fór í Hörpu 3.október. Upptakan frá útsendingunni er nú komin inn á vefinn.
Fréttir
29.09.2025
Þriðjudaginn 30. september héldum við veffund í beinni útsendingu undir yfirskriftinni Samtalið mótar menninguna: Hvert er hlutverk stjórnenda í að byggja upp traust, tengsl og árangur? Guðríður Hjördís Baldursdóttir vörustjóri hjá mannauðslausnum Advania ræddi þar við Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra hjá Mental ráðgjöf.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.