Mynd/RÚV

Fréttir - 27.11.2025 07:00:00

Heilbrigð tortryggni á netverslunardögum

Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Svartur föstudagur er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins.

„Þessi þróun er jákvæð afleiðing af því hversu vel tengd við erum orðin sem samfélag, við erum að nýta okkur stafræna tækni. En vissulega eru óprúttnir aðilar sem að reyna að nýta sér þetta ástand með því að svíkja fólk og hafa af því peninga,“ sagði Guðmundur Arnar meðal annars.

Ræddi hann þar sérstaklega svikaherferðir sem sjást reglulega á samfélagsmiðlum. Gaf hann einnig góð ráð svo fólk geti reynt að forðast netsvik í kringum afsláttardaga.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild á vef RÚV. Umfjöllunin hefst á mínútu 15:40 í fréttatímanum.

Fleiri fréttir

Blogg
09.12.2025
Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.
Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.