Mynd/RÚV

Fréttir - 27.11.2025 07:00:00

Heilbrigð tortryggni á netverslunardögum

Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.

Svartur föstudagur er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins.

„Þessi þróun er jákvæð afleiðing af því hversu vel tengd við erum orðin sem samfélag, við erum að nýta okkur stafræna tækni. En vissulega eru óprúttnir aðilar sem að reyna að nýta sér þetta ástand með því að svíkja fólk og hafa af því peninga,“ sagði Guðmundur Arnar meðal annars.

Ræddi hann þar sérstaklega svikaherferðir sem sjást reglulega á samfélagsmiðlum. Gaf hann einnig góð ráð svo fólk geti reynt að forðast netsvik í kringum afsláttardaga.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild á vef RÚV. Umfjöllunin hefst á mínútu 15:40 í fréttatímanum.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.