Fréttir - 2.11.2022 19:46:58
Advania stækkar í Danmörku
Advania kaupir upplýsingafyrirtækið CLOUDIO A/S í Danmörku og breikkar vöruúrvalið
CLOUDIO sérhæfir sig í upplýsingatækniinnviðum, gagnageymslum og öryggisafritunum. Fyrirtækið einbeitir sér að dönskum markaði en með möguleika á að útvíkka til annarra markaða. Kaupin á CLOUDIO gera Advania kleift styrkja stöðu sína og bæta við nýjum þjónustuleiðum í Danmörku.
Með kaupunum rennir Advania samstæðan frekari stoðum undir markmiðið að verða fremsti samstarfsaðili fyrirtækja í Norður Evrópu í upplýsingatækni.