Fréttir - 2.11.2022 19:46:58

Advania stækkar í Danmörku

Advania kaupir upplýsingafyrirtækið CLOUDIO A/S í Danmörku og breikkar vöruúrvalið

CLOUDIO sérhæfir sig í upplýsingatækniinnviðum, gagnageymslum og öryggisafritunum. Fyrirtækið einbeitir sér að dönskum markaði en með möguleika á að útvíkka til annarra markaða. Kaupin á CLOUDIO gera Advania kleift styrkja stöðu sína og bæta við nýjum þjónustuleiðum í Danmörku.

Með kaupunum rennir Advania samstæðan frekari stoðum undir markmiðið að verða fremsti samstarfsaðili fyrirtækja í Norður Evrópu í upplýsingatækni.

Nánar á advania.com:
Link text

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.