Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Fréttir - 29.1.2026 07:00:00

Advania styrkir enn frekar samstarfið sem VMware Cloud Service Provider

Advania hefur haldið stöðu sinni sem VMware Cloud Service Provider (VCSP) samstarfsaðili hjá Broadcom, á Íslandi sem og á öllum öðrum markaðsvæðum fyrirtækisins.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Broadcom hefur nú tilkynnt umtalsverða fækkun á samstarfsaðilum sínum á heimsvísu. Sú ákvörðun að Advania haldi stöðu sinni áfram er mikil viðurkenning á þeirri þekkingu og því þjónustubaklandi sem Advania veitir viðskiptavinum sem nýta Vmware lausnir í Norður Evrópu. Advania verður þannig áfram á meðal stærstu þjónustuaðilanna sem bjóða upp á gervigreindarskýjalausnir byggðar á VMware Cloud Foundation.

„Það er afar ánægjulegt fyrir okkur hjá Advania að þétta með þessum hætti samstarfið við einn af okkar stærstu samstarfsaðilum. VMware gegnir mikilvægu hlutverki í tæknilegu bakbeini þess skýjaumhverfis sem hýsir flesta okkar viðskiptavini. Við höfum á síðustu misserum lagt í umtalsverðar fjárfestingar til þess að geta mætt auknum væntingum viðskiptavina okkar sem takast á við ríkari kröfur samfara NIS2 og DORA og samstarf okkar við Broadcom gegnir þar lykilhlutverki,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania.

VMware Cloud Foundation er vettvangur Broadcom fyrir nútímaleg umhverfi gervigreindarskýja og sameinar reikniþjónustu, geymslu, netkerfi og sjálfvirknivæðingu í einni samþættri lausn.

Advania á Íslandi hefur um áratuga skeið boðið viðskiptavinum sínum upp á hérlenda skalanlega skýjalausn sem byggir á tæknilausnum VMware. Eftirspurn eftir slíkum lausnum eykst nú jafnt og þétt samfara aukinni umræðu um stafrænt fullveldi.

Frekari upplýsingar um málið veitir:

Ásgeir Helgi Ásgeirsson ráðgjafi hjá Rekstrarlausnum Advania 
- netfang: asgeir.helgi.asgeirsson.holm@advania.is sími: 661-5800

Fleiri fréttir

Blogg
29.01.2026
Í dag eru flestir farnir að nota gervigreind, hvort sem það er heima eða í vinnu. Copilot fyrir Microsoft 365 er eitt af þeim gervigreindartólum sem getur gert lífið miklu einfaldara. Hann hjálpar við að skrifa, skipuleggja, finna upplýsingar og klára verkefni hraðar. Flestir byrja á Copilot Chat, en ef þú vilt virkilega fá sem mest út úr Copilot, þá er fulla útgáfan af Copilot málið.
Fréttir
29.01.2026
Advania hefur haldið stöðu sinni sem VMware Cloud Service Provider (VCSP) samstarfsaðili hjá Broadcom, á Íslandi sem og á öllum öðrum markaðsvæðum fyrirtækisins.
Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.