Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania. Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir
Fréttir - 29.1.2026 07:00:00Advania styrkir enn frekar samstarfið sem VMware Cloud Service Provider
Advania hefur haldið stöðu sinni sem VMware Cloud Service Provider (VCSP) samstarfsaðili hjá Broadcom, á Íslandi sem og á öllum öðrum markaðsvæðum fyrirtækisins.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania
Broadcom hefur nú tilkynnt umtalsverða fækkun á samstarfsaðilum sínum á heimsvísu. Sú ákvörðun að Advania haldi stöðu sinni áfram er mikil viðurkenning á þeirri þekkingu og því þjónustubaklandi sem Advania veitir viðskiptavinum sem nýta Vmware lausnir í Norður Evrópu. Advania verður þannig áfram á meðal stærstu þjónustuaðilanna sem bjóða upp á gervigreindarskýjalausnir byggðar á VMware Cloud Foundation.
„Það er afar ánægjulegt fyrir okkur hjá Advania að þétta með þessum hætti samstarfið við einn af okkar stærstu samstarfsaðilum. VMware gegnir mikilvægu hlutverki í tæknilegu bakbeini þess skýjaumhverfis sem hýsir flesta okkar viðskiptavini. Við höfum á síðustu misserum lagt í umtalsverðar fjárfestingar til þess að geta mætt auknum væntingum viðskiptavina okkar sem takast á við ríkari kröfur samfara NIS2 og DORA og samstarf okkar við Broadcom gegnir þar lykilhlutverki,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania.
VMware Cloud Foundation er vettvangur Broadcom fyrir nútímaleg umhverfi gervigreindarskýja og sameinar reikniþjónustu, geymslu, netkerfi og sjálfvirknivæðingu í einni samþættri lausn.
Advania á Íslandi hefur um áratuga skeið boðið viðskiptavinum sínum upp á hérlenda skalanlega skýjalausn sem byggir á tæknilausnum VMware. Eftirspurn eftir slíkum lausnum eykst nú jafnt og þétt samfara aukinni umræðu um stafrænt fullveldi.
Frekari upplýsingar um málið veitir:
Ásgeir Helgi Ásgeirsson ráðgjafi hjá Rekstrarlausnum Advania
- netfang: asgeir.helgi.asgeirsson.holm@advania.is sími: 661-5800