Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi, Ólafur Helgi Þorkelsson forstjóri Data Dwell og Óli Þór Gunnarsson, deildarstjóri hjá Advania,

Fréttir - 27.11.2024 07:28:30

Advania tekur yfir Salesforce viðskipti Data Dwell

Advania og Data Dwell ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Advania á öllum Salesforce viðskiptum Data Dwell. Með kaupunum tekur Advania yfir allar skuldbindingar gagnvart þeim viðskiptavinum sem þetta snertir.

„Við fögnum því að geta stutt við stafræna vegferð fyrirtækja. Advania á að baki ótal vel heppnuð verkefni í Salesforce með okkar frábæru viðskiptavinum og hefur Salesforce verið nýtt af mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins um árabil. Okkur er mikil ánægja af því að geta stækkað ánægðan Salesforce viðskiptavinahóp Advania,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Advania er stærsti endursöluaðili Salesforce lausna á Íslandi. Áratuga löng reynsla og öflugur hópur sérfræðinga hafa skilað sér í framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til íslenskra fyrirtækja.

Salesforce er skýjalausn sem býður upp á alhliða stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að stjórna samskiptum við sína viðskiptavini og  einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.