Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi, Ólafur Helgi Þorkelsson forstjóri Data Dwell og Óli Þór Gunnarsson, deildarstjóri hjá Advania,

27.11.2024

Advania tekur yfir Salesforce viðskipti Data Dwell

Advania og Data Dwell ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Advania á öllum Salesforce viðskiptum Data Dwell. Með kaupunum tekur Advania yfir allar skuldbindingar gagnvart þeim viðskiptavinum sem þetta snertir.

„Við fögnum því að geta stutt við stafræna vegferð fyrirtækja. Advania á að baki ótal vel heppnuð verkefni í Salesforce með okkar frábæru viðskiptavinum og hefur Salesforce verið nýtt af mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins um árabil. Okkur er mikil ánægja af því að geta stækkað ánægðan Salesforce viðskiptavinahóp Advania,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Advania er stærsti endursöluaðili Salesforce lausna á Íslandi. Áratuga löng reynsla og öflugur hópur sérfræðinga hafa skilað sér í framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til íslenskra fyrirtækja.

Salesforce er skýjalausn sem býður upp á alhliða stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að stjórna samskiptum við sína viðskiptavini og  einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.