Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi, Ólafur Helgi Þorkelsson forstjóri Data Dwell og Óli Þór Gunnarsson, deildarstjóri hjá Advania,

27.11.2024

Advania tekur yfir Salesforce viðskipti Data Dwell

Advania og Data Dwell ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Advania á öllum Salesforce viðskiptum Data Dwell. Með kaupunum tekur Advania yfir allar skuldbindingar gagnvart þeim viðskiptavinum sem þetta snertir.

„Við fögnum því að geta stutt við stafræna vegferð fyrirtækja. Advania á að baki ótal vel heppnuð verkefni í Salesforce með okkar frábæru viðskiptavinum og hefur Salesforce verið nýtt af mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins um árabil. Okkur er mikil ánægja af því að geta stækkað ánægðan Salesforce viðskiptavinahóp Advania,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Advania er stærsti endursöluaðili Salesforce lausna á Íslandi. Áratuga löng reynsla og öflugur hópur sérfræðinga hafa skilað sér í framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til íslenskra fyrirtækja.

Salesforce er skýjalausn sem býður upp á alhliða stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að stjórna samskiptum við sína viðskiptavini og  einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Fleiri fréttir

Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Blogg
11.04.2025
Hvað ef fleiri upplýsingatækniverkefni næðu betri árangri – einfaldlega með því að byrja á fólkinu? Ekki bara á kerfunum, ekki á tólunum – heldur á fólkinu sem á að nota þau, lifa með þeim og leiða breytingarnar sem þau eiga að styðja.
Blogg
11.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.