Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi, Ólafur Helgi Þorkelsson forstjóri Data Dwell og Óli Þór Gunnarsson, deildarstjóri hjá Advania,

Fréttir - 27.11.2024 07:28:30

Advania tekur yfir Salesforce viðskipti Data Dwell

Advania og Data Dwell ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Advania á öllum Salesforce viðskiptum Data Dwell. Með kaupunum tekur Advania yfir allar skuldbindingar gagnvart þeim viðskiptavinum sem þetta snertir.

„Við fögnum því að geta stutt við stafræna vegferð fyrirtækja. Advania á að baki ótal vel heppnuð verkefni í Salesforce með okkar frábæru viðskiptavinum og hefur Salesforce verið nýtt af mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins um árabil. Okkur er mikil ánægja af því að geta stækkað ánægðan Salesforce viðskiptavinahóp Advania,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

Advania er stærsti endursöluaðili Salesforce lausna á Íslandi. Áratuga löng reynsla og öflugur hópur sérfræðinga hafa skilað sér í framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til íslenskra fyrirtækja.

Salesforce er skýjalausn sem býður upp á alhliða stjórnun viðskiptatengsla (CRM) og getur stórbætt upplifun viðskiptavina. Lausnin gerir fyrirtækjum kleift að stjórna samskiptum við sína viðskiptavini og  einfaldar ferla í sölu, þjónustu og markaðsmálum.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.