Nýjasta nýtt - 25.5.2022 16:31:37

Advania tilnefnt til Oracle-verðlauna

Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.

Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.

Tilefni tilnefningarinnar eru Oracle lausnir sem hafa verið þróaðar og innleiddar fyrir Íslenska ríkið og innleiðing Oracle ERP/EPM fyrir Landsbankann. Þar ber hæst að nefna lausn sem notuð er til að auka sjálfvirkni í móttöku og bókun reikninga.

„Eitt af því sem gerir Ísland frábrugðið mörgum öðrum mörkuðum er útbreidd notkun á XML reikningum. Að auki þá er launakostnaður hár hér á landi sem gerir auka kröfu á sjálfvirkni í ferlum eins og bókun reikninga. Við smíðuðum því skýjalausn fyrir Oracle Fusion ERP kerfið sem sér um að bókar rafræna reikninga sjálfkrafa. Þessi lausn hefur sparað mikla vinnu í meðhöndlun rafrænna reikninga ásamt því að fækka villum og gera ferlið skilvirkara,“ segir Árný Elfa Helgadóttir Oracle EBS ráðgjafa Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.