Advania valið sem Elite samstarfsaðili Genesys
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna
Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur og staðfestir okkar skuldbindingu til að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir á sviði samskiptalausna með Genesys.
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Forrester var Genesys valið sem leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptatengsla. Þetta er mikil viðurkenning sem undirstrikar gæði og nýsköpun Genesys lausna. Einnig hlaut Genesys viðurkenningu frá Gartner fyrr á þessu ári, í tíunda sinn í röð, sem staðfestir stöðu þeirra sem leiðandi á markaðnum.
Genesys samfélagið á Íslandi fer stöðugt vaxandi, en það er alltaf pláss fyrir fleiri. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu spennandi samfélagi að hafa samband við okkur og kynna sér kosti lausnarinnar og framúrskarandi þjónustu Genesys teymisins hjá Advania.