11.06.2024

Ástæðulaust að hafa áhyggjur af lokun innskráningarþjónustu Ísland.is

Tilkynnt hefur verið að eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is mun loka 1. september 2024. Í ljósi þessara breytinga þurfa margir aðilar að finna nýja innskráningaþjónustu. Signet login er lausn sem gæti komið í stað þeirrar innskráningarþjónustu.

Helga María Jónsdóttir
vörueigandi Signet login hjá Advania

Stenst ítrustu öryggiskröfur

Signet login er víðtæk lausn sem gerir einstaklingum og lögaðilum kleift að veita einstaklingum umboð til að sýsla með málefni viðkomandi. Að baki hverju umboði liggur rafrænt undirritað eða innsiglað skjal sem má nota þegar umboðum er beitt.

Sérstaða Signet login er að það er samhæft innskráningarþjónustu Ísland.is þannig að aðilar sem hafa nýtt sér auðkenningarþjónustu innskraning.island.is geta með mjög auðveldum hætti tengst auðkenningarþjónustu login.signet.is.

Á sama tíma býður Signet login upp á að geta tengst nýrri innskráningarþjónustu sem stenst ítrustu kröfur til tækni og öryggis.

Ítargögn um hinn auðkennda

Signet login gefur notendum kleift að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni (sími, kort og app) og einnig geta erlendir ríkisborgarar frá yfir 50 löndum skráð sig inn með rafrænum skilríkjum frá Evrotrust.

Möguleiki er á viðbótaröryggi sem minnkar líkurnar á að fólk sé blekkt til auðkenningar og nafnlausri auðkenningu (e. Anonymous authentication). Að auki er hægt að fá upplýsingar um það hvort hinn auðkenndi sé með prókúru.

Signet login er næsta kynslóð af auðkenningarþjónustu sem getur til viðbótar við hefðbundna auðkenningarþjónustu látið fylgja ítargögn um hinn auðkennda.

Auðkenningu geta fylgt eigindi úr Þjóðskrá, svo sem lögheimili, sveitarfélag, kyn, aldur og fleira – þá má til dæmis takmarka auðkenningu við ákveðinn aldur eða lögheimili. Einnig er hægt að hafa tengingar við starfsréttindaskrár – sem dæmi er hægt að takmarka auðkenningu eingöngu við einstaklinga á læknaskrá.

Fleiri fréttir

Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Blogg
07.01.2025
Sem netöryggisráðgjafi rekst ég oft á fyrirtæki sem treysta á Linux netþjóna til að keyra mikilvæg kerfi og forrit, en á sama tíma eru þau ekki fullviss um öryggi og stöðugleika þeirra. Hver kannast ekki við Linux þjóna sem hafa verið keyrandi í mörg hundruð daga án þess að vera endurræstur? Það má ekki endurræsa því þetta einfaldlega virkar og þekkingin til að bilanagreina ef eitthvað bilar er ekki til staðar. Þá er gott að spyrja sig, hver er raunveruleg staða öryggis, uppfærslna og viðhalds á þínum Linux netþjónum?
Fréttir
06.01.2025
Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.