Blogg - 19.12.2024 13:29:17

Aukinn stuðningur við verðandi og nýbakaða foreldra hjá Advania

Advania hefur ákveðið að innleiða nýjar breytingar til að styðja verðandi og nýbakaða foreldra á þessu merkilega, frábæra en krefjandi tímabili í kringum barnseignir.  Með þessum breytingum vill fyrirtækið tryggja að starfsfólk fái þann stuðning sem það þarf til að takast á við ný hlutverk og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu.

Sigrún Ósk Jakobsdóttir
mannauðsstjóri Advania á Íslandi

Þessar breytingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi munu auðvelda foreldrum að samræma vinnu og fjölskyldulíf, sem stuðlar að betri líðan og jafnvægi í daglegu lífi, sem og auðvelda endurkomu aftur til vinnu að orlofi loknu.

Launað leyfi á lok meðgöngu
Öllum einstaklingum sem ganga með barn eða börn býðst að fara í launað leyfi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Fjarvera á þessu tímabili hefur ekki áhrif á veikindarétt starfsfólks. Þetta leyfi er óháð fjarveru á meðgöngu fram að því.

Ávinnsla orlofs
Starfsfólk í fæðingarorlofi ávinnur sér nú orlofsréttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Réttindin safnast hlutfallslega í takt við töku fæðingarorlofs.

Hlutastarf eftir fæðingarorlof
Við komu aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu býðst starfsfólki að vera í 80% starfi á 100% launum í allt að þrjá mánuði. Þessu má dreifa innan 12 mánaða tímabils frá lok fæðingarorlofs.

Við vitum að það getur verið erfitt fyrir nýbakaða foreldra að snúa aftur til vinnu. Það þarf að aðlaga barnið í nýrri rútínu, hvort sem hitt foreldrið er að taka við eða barnið að fara í dagvistun. Við foreldrarnir þurfum ekki síður aðlögun, enda er oft erfitt að stíga aftur inn í starfið sitt eftir langa fjarveru.

Með þessu viljum við styðja fólk í gegnum þessar breytingar og auðvelda endurkomu að orlofi loknu.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.