19.12.2024

Aukinn stuðningur við verðandi og nýbakaða foreldra hjá Advania

Advania hefur ákveðið að innleiða nýjar breytingar til að styðja verðandi og nýbakaða foreldra á þessu merkilega, frábæra en krefjandi tímabili í kringum barnseignir.  Með þessum breytingum vill fyrirtækið tryggja að starfsfólk fái þann stuðning sem það þarf til að takast á við ný hlutverk og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu.

Sigrún Ósk Jakobsdóttir
mannauðsstjóri Advania á Íslandi

Þessar breytingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi munu auðvelda foreldrum að samræma vinnu og fjölskyldulíf, sem stuðlar að betri líðan og jafnvægi í daglegu lífi, sem og auðvelda endurkomu aftur til vinnu að orlofi loknu.

Launað leyfi á lok meðgöngu
Öllum einstaklingum sem ganga með barn eða börn býðst að fara í launað leyfi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Fjarvera á þessu tímabili hefur ekki áhrif á veikindarétt starfsfólks. Þetta leyfi er óháð fjarveru á meðgöngu fram að því.

Ávinnsla orlofs
Starfsfólk í fæðingarorlofi ávinnur sér nú orlofsréttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Réttindin safnast hlutfallslega í takt við töku fæðingarorlofs.

Hlutastarf eftir fæðingarorlof
Við komu aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu býðst starfsfólki að vera í 80% starfi á 100% launum í allt að þrjá mánuði. Þessu má dreifa innan 12 mánaða tímabils frá lok fæðingarorlofs.

Við vitum að það getur verið erfitt fyrir nýbakaða foreldra að snúa aftur til vinnu. Það þarf að aðlaga barnið í nýrri rútínu, hvort sem hitt foreldrið er að taka við eða barnið að fara í dagvistun. Við foreldrarnir þurfum ekki síður aðlögun, enda er oft erfitt að stíga aftur inn í starfið sitt eftir langa fjarveru.

Með þessu viljum við styðja fólk í gegnum þessar breytingar og auðvelda endurkomu að orlofi loknu.

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.