Advania LIVE: Bein útsending frá Mannamótum í Kórnum
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju. Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Ferðaþjónustuvikan fer fram dagana 14. til 16. janúar þar sem áhersla er lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania fær til sín góða gesti í viðtal í Kórnum. Með henni verður Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla hjá Markaðsstofu Norðurlands.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan frá 10 til 14 í dag en dagskrá má finna neðst í fréttinni.
Dagskrá
- 10:00 - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri
- 10:20 - Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort
- 10:40 - Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin
- 11:00 - Ragnhildur Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Lava Show
- 11:20 - Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures
- 11:40 - Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands og Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands
- 12:00 - Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar
- 12:20 - Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel
- 12:40 - Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
- 12:50 - Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra
- 13:20 - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
- 13:40 - Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum
Ferðaþjónustuvikan
Markmið og tilgangur Mannamóta er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mynda tengsl.
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila um land allt.
Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.
Um Advania LIVE
Advania heldur úti hlaðvarpi með lifandi umræðum við sérfræðinga í beinni útsendingu við ýmis tilefni. Fjallað er um margar hliðar upplýsingatækni út frá sjálfbærni, gervigreind, öryggismálum og öllu því sem er í forgrunni hverju sinni.
Nú þegar hafa verið beinar útsendingar frá viðburðum eins og Nýsköpunarvikunni 2024 og Mannauðsdeginum 2024 í Hörpu. Hægt er að hlusta og horfa á öll viðtöl úr þessum útsendingum á hér á vef Advania og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.