Fréttir - 3.9.2025 00:00:00

Bein útsending frá vefdagskrá Haustráðstefnunnar

Í dag fer fram vefdagskrá Haustráðstefnu Advania. Vefráðstefnan er frí og opin öllum sem skrá sig.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

Áherslur Haustráðstefnunnar í ár eru gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun.

Á vefráðstefnunni fáum við að heyra frá fimmtán sérfræðingum í þessum málaflokkum.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með útsendingunni frá 9.10 til 12.30 í dag hér á vef Advania. Upptökurnar verða einnig aðgengilegar að útsendingu lokinni. Bæði eru þetta fyrirlestrar á íslensku og ensku.

Dagskrá vefhluta Haustráðstefnu Advania 2025

  • 9:10 Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania opnar ráðstefnuna
  • 9:15 Leifur Steinn Gunnarsson – Gagnaver sem hjálpa
  • 9:30 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir - AIconomies of Scale: leveraging a passion for product knowledge to drive change in fashion
  • 9.45 Tryggvi Freyr Elínarson – Er ChatGPT ekki örugglega að finna vefinn þinn?
  • 10:00 Henri Schulte - The Agentic Future - Building AI applications that reason, act, and learn
  • 10:15 Helena Jónsdóttir – Mannauður sem sjálfbær auðlind
  • 10:30 Birna Íris Jónsdóttir - Rammasamningur Stafræns Íslands - umbreytingarafl í nýsköpun og þróun
  • 10:45 Guðjón Ólafsson og Ósvald Jarl Traustason – Vörumst netsvik saman
  • 11:00 Hjörtur Sigurðsson – Næsti forritari fyrirtækisins… er ekki forritari
  • 11:15 Jóhannes Eiríksson og Tómas Eiríksson – Gervigreindin verður leikbreytir í störfum lögfræðinga
  • 11:30 Eyvar Örn Geirsson – Ölduorka við Íslandsstrendur – Ónotaður orkukostur framtíðar
  • 11:45 Hannah Ajala-Rahman - Equity by Design: Who’s Left Behind in a Digital Europe?
  • 12:00 Kolfinna Tómasdóttir – Frá magatilfinningu til samfélagslegra áhrifa
  • 12:15 Ásta Maack – Endurnýjun í stað úreldingar: Lengjum líftíma raftækja

Tölum saman um gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun

Á morgun, fimmtudaginn 4. september, fer svo fram aðaldagskrá Haustráðstefnunnar í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.

Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni .

Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.

Í Hörpu fer líka fram fjöldi hliðarviðburða frá samstarfsaðilum okkar, mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum í heimi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.