Nýjasta nýtt - 29.8.2022 14:05:13

Advania fær gullvottun frá Cisco

Advania hefur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Advania hefur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Vottunin er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatæknigeiranum enda er Cisco leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni sem knýr áfram internetið.

Advania bætist því í þröngan hóp fyrirtækja sem veitt geta framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði Cisco net- og öryggislausna. Vottunin byggir á umfangsmikilli úttekt á þjónustu- og rekstrarferlum Advania en miklar kröfur eru gerðar um sértæka þekkingu og reynslu ráðgjafa fyrirtækisins.

„Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir okkar viðskiptavini og staðfesting á getu Advania til að veita afar sérhæfða þjónustu um mikilvægar lausnir Cisco. Fyrirtækið hefur verið meðal lykilsamstarfsaðila Advania um áratuga skeið og ég er stoltur af því markmiði sem náðst hefur með gullvottuninni,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Við höfum átt langt og gott samstarf við Advania og það er ánægjulegt að veita fyrirtækinu gullvottun sem staðfestingu á sérþekkingu starfsfólksins og hæfni í að veita framúrskarandi þjónustu,” segir Trine Strømsnes framkvæmdastjóri Cisco í Noregi og á Íslandi.

Myndatexti: Stefán Gudjohnsen framkvæmdastjóri Cisco á Íslandi afhenti Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania gullvottun Cisco á dögunum.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.