Nýjasta nýtt - 29.08.2022

Advania fær gullvottun frá Cisco

Advania hefur hlotið gullvottun frá Cisco sem tryggir viðskiptavinum fyrirtækisins bestu mögulegu kjör á búnaði frá Cisco.

Vottunin er ein sú eftirsóttasta í upplýsingatæknigeiranum enda er Cisco leiðandi á heimsvísu í upplýsingatækni sem knýr áfram internetið.   

Advania bætist því í þröngan hóp fyrirtækja sem veitt geta framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði Cisco net- og öryggislausna. Vottunin byggir á umfangsmikilli úttekt á þjónustu- og rekstrarferlum Advania en miklar kröfur eru gerðar um sértæka þekkingu og reynslu ráðgjafa fyrirtækisins.   

„Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir okkar viðskiptavini og staðfesting á getu Advania til að veita afar sérhæfða þjónustu um mikilvægar lausnir Cisco. Fyrirtækið hefur verið meðal lykilsamstarfsaðila Advania um áratuga skeið og ég er stoltur af því markmiði sem náðst hefur með gullvottuninni,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.   

„Við höfum átt langt og gott samstarf við Advania og það er ánægjulegt að veita fyrirtækinu gullvottun sem staðfestingu á sérþekkingu starfsfólksins og hæfni í að veita framúrskarandi þjónustu,” segir Trine Strømsnes framkvæmdastjóri Cisco í Noregi og á Íslandi.   

Myndatexti: Stefán Gudjohnsen framkvæmdastjóri Cisco á Íslandi afhenti Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania gullvottun Cisco á dögunum.

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.